Smáfuglar vinna í Grundarfirði 4. mars 2009 06:00 kvikmyndir Stuttmynd Rúnars heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarðarbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörningahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frumsýndu brot úr henni á laugardeginum en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeginum voru svo sýndir tveir klukkutímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar en hápunktur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krónur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíðina ásamt vini sínum Maciek Szupica sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmyndbandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaunin voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guðmundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú fengið styrk frá Menningarsjóði Vesturlands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarðarbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörningahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frumsýndu brot úr henni á laugardeginum en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeginum voru svo sýndir tveir klukkutímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar en hápunktur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krónur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíðina ásamt vini sínum Maciek Szupica sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmyndbandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaunin voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guðmundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú fengið styrk frá Menningarsjóði Vesturlands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira