Íslenski boltinn

Tap hjá stelpunum - tvö sænsk mörk á síðustu fimmtán mínútunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins.
Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins.

Íslenska 19 ára landslið kvenna tapaði 1-2 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hvíta-Rússlandi í dag en liðið gerði markalaust jafntefli í fyrsta leiknum á móti Noregi. Íslenska liðið var yfir allt þar til á 76. mínútu leiksins.

Akureyrarmærin Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði mark íslenska liðsins á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hún skoraði með þrumuskalla eftir aukaspyrnu fyrirliðans Fanndísar Friðriksdóttur.

Svíar skoruðu mörkin sín á síðustu fimmtán mínútunum, fyrst eftir stungusendingu á 76. mínútu og svo með góðu skoti á 87. mínútu. Svíar voru annars í stanslausri sókn í seinni hálfleik en mikill hiti gerði íslensku stelpunum erfitt fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×