Tónlist

Oasis aflýsir Kínaferð

Bresku rokkararnir í Oasis ætla að bíða með að fara til Kína í fyrsta sinn.
Bresku rokkararnir í Oasis ætla að bíða með að fara til Kína í fyrsta sinn.
Rokkararnir í Oasis hafa aflýst fyrirhugaðri tónleikaferð til Kína í apríl sem hefði orðið sú fyrsta á ferli hljómsveitarinnar. Engar útskýringar hafa verið gefnar á þessari ákvörðun.

Vestrænir listamenn hafa sótt til Kína í auknum mæli á undanförnum árum, þar á meðal The Rolling Stones og Elton John. Engu síður fylgjast þarlend stjórnvöld grannt með því hvaða hljómsveitum er hleypt inn í landið, sérstaklega eftir að Björk olli miklu fjaðrafoki á tónleikum í Sjanghæ á síðasta ári þegar hún sönglaði „Tíbet".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.