Framboð Þórðar vekur heimsathygli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2009 13:59 Þórður segist eftir að skora eitt mark fyrir ÍA áður en hann hættir. Mynd/Daníel „Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
„Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira