Menning

Andóf þversögn

Stjórmálaheimspeki Jón Ólafsson reifar andófið.
Stjórmálaheimspeki Jón Ólafsson reifar andófið.
Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands heldur áfram með fyrirlestri Jóns Ólafssonar heimspekings kl. 12.05 í dag í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið ber yfirskriftina Hvað er andóf? „Frjálslynd lýðræðishyggja samtímans gerir ráð fyrir að tjáningarfrelsi séu grundvallarréttindi. Það þýðir að rétturinn til að tjá hvers kyns óánægju, andúð eða andstöðu er sjálfsagður hluti stjórnmálaþátttöku og margir taka þátt í stjórnmálum með því að mótmæla eða í þeim tilgangi að láta í ljós andstöðu við ákvarðanir eða fyrirætlanir hins opinbera. Viðbrögð við andófi bera hins vegar allt öðru sjónarmiði vitni. Þegar rætt er um leiðir og aðferðir til að koma andúð á framfæri kemur í ljós að miklar efasemdir ríkja um flestar aðferðir við andóf og mótmæli. … Þannig er staða andófsins í frjálslyndum samfélögum þversagnakennd."

- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×