Tiger tíu höggum á eftir efsta manni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 12:00 Tiger Woods lenti í vandræðum í gær. Nordic Photos / AFP Tiger Woods var tíu höggum á eftir Bandaríkjamanninum Lucas Glover þegar keppni lauk í nótt á öðrum keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í golfi. Keppni var frestað á föstudaginn vegna rigningar og náðu kylfingar því ekki að klára fyrsta hringinn sinn fyrr en í gær. Glover var búinn að leika þrettán holur á sínum öðrum hring þegar keppni var hætt í nótt. Hann var þá á samtals sex höggum undir pari en hann fékk fimm fugla á þessum þrettán holum. Tiger Woods lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari í gær og verður því tíu höggum á eftir fremsta manni þegar hann hefur leik í dag. Aldrei hefur nokkrum tekist að sigra á opna bandaríska meistaramótinu eftir að hafa verið svo langt frá efsta manni eftir fyrsta hring. Enn er spáð rigningu í dag og hætt við því að staðan muni ruglast enn frekar í dag enda nú þegar misjafnt hversu langt á veg keppendur eru komnir í mótinu. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods var tíu höggum á eftir Bandaríkjamanninum Lucas Glover þegar keppni lauk í nótt á öðrum keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í golfi. Keppni var frestað á föstudaginn vegna rigningar og náðu kylfingar því ekki að klára fyrsta hringinn sinn fyrr en í gær. Glover var búinn að leika þrettán holur á sínum öðrum hring þegar keppni var hætt í nótt. Hann var þá á samtals sex höggum undir pari en hann fékk fimm fugla á þessum þrettán holum. Tiger Woods lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari í gær og verður því tíu höggum á eftir fremsta manni þegar hann hefur leik í dag. Aldrei hefur nokkrum tekist að sigra á opna bandaríska meistaramótinu eftir að hafa verið svo langt frá efsta manni eftir fyrsta hring. Enn er spáð rigningu í dag og hætt við því að staðan muni ruglast enn frekar í dag enda nú þegar misjafnt hversu langt á veg keppendur eru komnir í mótinu.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira