Ragnhildur Sigurðardóttir og Andri Þór Björnsson sigruðu á 5.stigamóti GSÍ sem fram fór á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Ragnhildur lék hringina tvo á 152 höggum eða 10 höggum yfir pari vallarins. Önnur varð Heiða Guðnadóttir, GKj á 159 höggum eða 17 höggum yfir pari.
Jafnar í þriðja sæti urðu þær Nína Björk geirsdóttir, GKj og Ásta Birna Magnúsdóttir, GK á 160 höggum eða 18 höggum yfir pari.
Hinn bráðefnilegi Andri Þór spilaði á 15 höggum eða 8 yfir pari en hann hefur verið að spila frábært golf í sumar.
Í öðru sæti eftir mikla baráttu við Andra varð heimamaðurinn Alfreð Brynjar Kristinsson GKG á 151 höggi eða 9 yfir pari. Þriðji varð Arnar Snær Hákonarson GR á 152 höggum eða 10 yfir pari.