Íslenski boltinn

Sif kemur inn fyrir Ástu í byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum

Sif Atladóttir fær tækifærið gegn besta liði heims í dag.
Sif Atladóttir fær tækifærið gegn besta liði heims í dag. Mynd/Stefán

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A-landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir annan leik íslenska liðsins á Algarve-bikarnum sem er gegn Bandaríkjunum á morgun.

Sigurður Ragnar gerir eina breytingu á byrjunarliði íslenska liðsins frá því í sigurleiknum gegn Noregi. Valskonan Sif Atladóttir kemur inn í stöðu í hægri bakvarðar í stað gamla félagas síns úr Val Ástu Árnadóttur en Ásta leikur nú í Svíþjóð.

Allir leikmenn hópsins eru tilbúnir í slaginn gegn efsta liðinu á heimslista FIFA fyrir utan Guðnýju Björk Óðinsdóttur sem mun ekki leika á mótinu vegna veikinda.

Þetta er í 10. skiptið sem Ísland og Bandaríkin hafa mæst í A landsleik kvenna og hefur Ísland aldrei farið með sigur af hólmi.

Einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli, 8. apríl 2000 þegar leikið var í Charlotte. Þremur dögum áður léku þessar þjóðir og sigraði þá bandríska liðið með átta mörkum gegn engu.

Byrjunarlið gegn Bandaríkjunum á morgun (Leikkerfi 4-5-1):

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×