Stefán Már á toppnum fyrir lokahringinn Elvar Geir Magnússon skrifar 25. júlí 2009 18:07 Það stefnir í einvígi milli Stefáns Más(á mynd) og Ólafs Bjarnar á morgun. Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í efsta sæti á karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en lokahringurinn verður leikinn á morgun. Stefán lék á 69 höggum í dag og er samtals á pari vallarins. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum er í öðru sæti á höggi yfir pari og Heiðar Davíð Bragason og Sigmundur Einar Másson koma þar á eftir á sex höggum yfir pari. Stefán, Ólafur og Heiðar verða í síðasta ráshópnum á morgun. Stefán, Heiðar og Axel Bóasson léku allir á 69 höggum í dag sem eru bestu einstöku hringirnir það sem af er móti. Það var mikil spenna á hringnum í dag. Stefán og Ólafur voru jafnir fyrir lokaholuna í dag, en Ólafur átti þá slæmt teighögg þar sem hann endaði vinstra meginn utan brautar og fékk skolla á meðan Stefán fékk öruggt par. Það stefnir því í spennandi einvígi milli þeirra á morgun þó svo að ekki sé hægt að afskrifa aðra kylfinga.Staða efstu kylfinga eftir þrjá hringi hjá körlunum 1. Stefán Már Stefánsson GR 71 73 69 Par 2. Ólafur Björn Loftsson NK 72 70 72 +1 3. Heiðar Davíð Bragason GR 72 78 69 +6 4. Sigmundur Einar Másson GKG 74 72 73 +6 5. Björgvin Sigurbergsson GK 73 78 70 +8 6. Andri Þór Björnsson GR 73 77 71 +8 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 72 78 73 +10 8. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 74 76 73 +10 Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í efsta sæti á karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en lokahringurinn verður leikinn á morgun. Stefán lék á 69 höggum í dag og er samtals á pari vallarins. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum er í öðru sæti á höggi yfir pari og Heiðar Davíð Bragason og Sigmundur Einar Másson koma þar á eftir á sex höggum yfir pari. Stefán, Ólafur og Heiðar verða í síðasta ráshópnum á morgun. Stefán, Heiðar og Axel Bóasson léku allir á 69 höggum í dag sem eru bestu einstöku hringirnir það sem af er móti. Það var mikil spenna á hringnum í dag. Stefán og Ólafur voru jafnir fyrir lokaholuna í dag, en Ólafur átti þá slæmt teighögg þar sem hann endaði vinstra meginn utan brautar og fékk skolla á meðan Stefán fékk öruggt par. Það stefnir því í spennandi einvígi milli þeirra á morgun þó svo að ekki sé hægt að afskrifa aðra kylfinga.Staða efstu kylfinga eftir þrjá hringi hjá körlunum 1. Stefán Már Stefánsson GR 71 73 69 Par 2. Ólafur Björn Loftsson NK 72 70 72 +1 3. Heiðar Davíð Bragason GR 72 78 69 +6 4. Sigmundur Einar Másson GKG 74 72 73 +6 5. Björgvin Sigurbergsson GK 73 78 70 +8 6. Andri Þór Björnsson GR 73 77 71 +8 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 72 78 73 +10 8. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 74 76 73 +10
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira