Nóbelsverðlaun í bókmenntum 9. október 2009 06:00 Herta Müller. Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir hennar barðist með þýska hernum og móðirin var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár. Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið 1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leynilögreglunnar. Hennar höfuðverk er talið vera skáldsagan Der Fuchs war damals schon der Jäger, sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Ennislokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynningu akademíunnar segir að Müller hafi dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir hennar barðist með þýska hernum og móðirin var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár. Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið 1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leynilögreglunnar. Hennar höfuðverk er talið vera skáldsagan Der Fuchs war damals schon der Jäger, sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Ennislokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynningu akademíunnar segir að Müller hafi dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira