Ræðukeppnin 20. maí 2009 00:01 Sjaldan eða aldrei er meiri eftirspurn eftir því sem stjórnmálamenn hafa að segja. Á blíðviðrisdögum situr fólk við sjónvarp og útvarp og bíður eftir leiðsögn þeirra. Grillin eru köld, krokketsettin liggja óhreyfð og hnitspaðarnir með. Allir eru inni að hlýða á þær lausnir sem okkur eru boðnar, þær leiðir sem þjóðin mun fara sameinuð að baki þeim stjórnamálamönnum sem vissulega gera sér grein fyrir mikilvægu hlutverki sínu. Næstum því. Í eldhúsdagsumræðunum áttu öll svörin að fást. Í sól og sumaryl mættu þingmennirnir okkar í vinnuna sína - í stað hins langa sumarfrís sem þeir hafa alltaf átt - prúðbúnir - sumir vissulega bindislausir - og gáfu þjóðinni það leiðarhnoða sem hún mun elta út úr vandanum. Lausnin er ljós, eins og einhver ímyndafræðingurinn fann upp einhvern tímann í auglýsingu og þáði eflaust milljónir fyrir. Eitthvað var þó djúpt á þeirri leiðsögn sem þjóðin beið eftir. Gömlu jálkarnir voru nokkuð samkvæmir því handriti sem farið hefur verið eftir um áratugaskeið á þinginu. Sumir voru þó settlegri en þeir eiga vana til, enda komnir í ný hlutverk, og aðrir virtust ekki átta sig á nýrri stöðu þeirra fjarri ráðherrastólunum. Nýir þingmenn voru sumir uppteknir af skammri sögu eigin hreyfingar og aðrir af þeim Morfístöktum sem þeir lærðu eitt sinn svo vel að greipt er þeim í minni. En heilt yfir var þetta eins og venjulega, ný andlit og færri bindi, en sama röddin. En við hverju er svo sem að búast? Stundum er eins og við krefjumst þess að úr hverju orði sem fellur af vörum stjórnmálamanna búi viskan sjálf. Ef þeir voga sér að ræða um eitthvað sem er ekki algjörlega nauðsynlegt þjóðinni til að komast upp úr efnahagskreppunni eru þeir úthrópaðir á bloggtorgum. Ef þeir impra á einhverjum þeim málum sem ekki minnka skuldir heimilanna og lækka vaxtastig eru þeir sakaðir um að sinna ekki vinnu sinni. Og nógir eru um hrópin. Heilt yfir var þetta ágætis ræðukeppni. Hún hafði kannski ekki mikið með stjórnmál að gera, en það er kannski líka af því að stjórnmál hafa breyst - eða ættu að hafa breyst. Orðsnilld á Alþingi er ekki endilega mælikvarðinn á færni fólks til að búa til betra og mannvænlegra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Sjaldan eða aldrei er meiri eftirspurn eftir því sem stjórnmálamenn hafa að segja. Á blíðviðrisdögum situr fólk við sjónvarp og útvarp og bíður eftir leiðsögn þeirra. Grillin eru köld, krokketsettin liggja óhreyfð og hnitspaðarnir með. Allir eru inni að hlýða á þær lausnir sem okkur eru boðnar, þær leiðir sem þjóðin mun fara sameinuð að baki þeim stjórnamálamönnum sem vissulega gera sér grein fyrir mikilvægu hlutverki sínu. Næstum því. Í eldhúsdagsumræðunum áttu öll svörin að fást. Í sól og sumaryl mættu þingmennirnir okkar í vinnuna sína - í stað hins langa sumarfrís sem þeir hafa alltaf átt - prúðbúnir - sumir vissulega bindislausir - og gáfu þjóðinni það leiðarhnoða sem hún mun elta út úr vandanum. Lausnin er ljós, eins og einhver ímyndafræðingurinn fann upp einhvern tímann í auglýsingu og þáði eflaust milljónir fyrir. Eitthvað var þó djúpt á þeirri leiðsögn sem þjóðin beið eftir. Gömlu jálkarnir voru nokkuð samkvæmir því handriti sem farið hefur verið eftir um áratugaskeið á þinginu. Sumir voru þó settlegri en þeir eiga vana til, enda komnir í ný hlutverk, og aðrir virtust ekki átta sig á nýrri stöðu þeirra fjarri ráðherrastólunum. Nýir þingmenn voru sumir uppteknir af skammri sögu eigin hreyfingar og aðrir af þeim Morfístöktum sem þeir lærðu eitt sinn svo vel að greipt er þeim í minni. En heilt yfir var þetta eins og venjulega, ný andlit og færri bindi, en sama röddin. En við hverju er svo sem að búast? Stundum er eins og við krefjumst þess að úr hverju orði sem fellur af vörum stjórnmálamanna búi viskan sjálf. Ef þeir voga sér að ræða um eitthvað sem er ekki algjörlega nauðsynlegt þjóðinni til að komast upp úr efnahagskreppunni eru þeir úthrópaðir á bloggtorgum. Ef þeir impra á einhverjum þeim málum sem ekki minnka skuldir heimilanna og lækka vaxtastig eru þeir sakaðir um að sinna ekki vinnu sinni. Og nógir eru um hrópin. Heilt yfir var þetta ágætis ræðukeppni. Hún hafði kannski ekki mikið með stjórnmál að gera, en það er kannski líka af því að stjórnmál hafa breyst - eða ættu að hafa breyst. Orðsnilld á Alþingi er ekki endilega mælikvarðinn á færni fólks til að búa til betra og mannvænlegra samfélag.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun