Golf

Örn Ævar og Ólafur jafnir - Eygló Myrra efst hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO hefur forustu í kvennaflokki.
Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO hefur forustu í kvennaflokki. Mynd/Golfsamband Íslands

Örn Ævar Hjartarson úr GS og Ólafur Loftsson úr NK eru efstir og jafnir eftir fyrri daginn á fyrsta mótinu á Íslensku mótaröðinni í golfi sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO hefur forustu í kvennaflokki.

Örn Ævar Hjartarson og Ólafur Loftsson léku báðir fyrir hringinn á 70 höggum eða 2 undir pari. Axel Bóason úr GK, Magnús Lárussion úr GKj og Sigurður Pétursson úr GR léku allir á 71 höggi og er því jafnir í 3. til 5. sæti. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG og Sigurþór Jónsson úr GR léku síðan báðir á pari.

Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO lék á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari og hefur eitt högg í forskot á Rögnu Björk Ólafsdóttur úr GK sem kemur næst. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er síðan í 3.sæti á 77 höggum. Eygló Myrra hefur æft af kappi í allan vetur samhliða námi í Bandaríkjunum og kemur greinilega heim í góðu formi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×