Freyr: Við pökkuðum þeim saman Elvar Geir Magnússon skrifar 4. október 2009 17:18 Gary Wake óskar Frey til hamingju með sigurinn í leikslok. Mynd/Valli Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira