Freyr: Við pökkuðum þeim saman Elvar Geir Magnússon skrifar 4. október 2009 17:18 Gary Wake óskar Frey til hamingju með sigurinn í leikslok. Mynd/Valli Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira