Golf

Sir Nick Faldo skal það vera

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nick Faldo.
Nick Faldo. Nordic photos/Getty images

Nú hefur verið tilkynnt að golfarinn góðkunni Nick Faldo verði aðlaður á næstu dögum af Elísabetu Englandsdrottningu og mun því fá titilinn Sir Nick Faldo.

Faldo er sá núlifandi enski golfari sem hefur verið hve sigursælastur en hann hefur unnið sex stórmeistaratitla og yfir fjörtíu mót á löngum ferli sínum.

Hinn 51 árs gamli Faldo var einnig í fyrsta sæti á heimslistanum í yfir 90 vikur á sínum tíma.

„Ég var sannarlega ánægður þegar ég heyrði af þessi og þetta er mikill heiður. Golf er bresk íþrótt og að ég sé aðeins annar breski golfarinn til þess að vera aðlaður á eftir Sir Henry Cotton er náttúrulega lyginni líkast. Þetta kom mér skemmtilega á óvart," segir Faldo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×