Íslenski boltinn

Gæti orðið uppselt á leik KR og Larissa strax í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson og Jónas Guðni Sævarsson fagna marki á KR-vellinum í sumar.
Guðmundur Benediktsson og Jónas Guðni Sævarsson fagna marki á KR-vellinum í sumar. Mynd/Valli

KR mætir gríska liðinu Larissa í undankeppni Evrópudeild UEFA á KR-vellinum á morgun. KR-ingar ætla spila á sínum heimavelli í Frostaskjóli þótt að þeir megi aðeins taka við fólki í sæti.

Það eru því aðeins 1500 miðar eru í boði á leikinn og Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, segir að það gæti orðið uppselt á leikinn strax í kvöld því miðasalan gengur vel.

„Það eru nú þegar farnir 130 miðar til þeirra og ég var að koma frá KR og þá var búið að selja um 500 miða til viðbótar," sagði Kristinn Kjærnested.

„Það er allt að því helmingurinn af miðunum farinn nú þegar og ég á pottþétt von á því að það verði uppselt á leikinn. Ég á jafnvel von á því að miðarnir seljist upp í dag," segir Kristinn Kjærnested.

Kristinn segir að KR hafi frekar vilja spila leikinn á sínum heimavelli í staðinn fyrir að fara með leikinn á Laugardalsvöllinn.

„Við vildum frekar vera með fullan völl en að vera með tvö til þrjú þúsund manns inn í Dalnum. Það er engin stemmning," segir Kristinn sem segir að þetta hafi gengið vel þegar KR mætti sænska liðinu Hacken í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum.

Kristinn segir að mótherjarnir séu vissulega erfiðir en að miði sé möguleiki. „Það er tvennt sem vinnur með okkur í þessum leik. Keppnistímabilið þeirra er ekki byrjað og svo eru þeir með tíu nýja leikmenn. Það er búin að vera rosalega miklar breytingar hjá þeim," segir Kristinn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×