Peningar sem vaxa á trjám Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. júní 2009 06:00 Ástæða er til þess að fagna ítarlegri úttekt nefndar sérfræðinga um möguleika þjóðarinnar til þess að úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins. Niðurstöður nefndarinnar, sem starfað hefur á vegum umhverfisráðuneytisins frá því á vordögum 2007, voru kynntar síðastliðinn föstudag. Þótt heimurinn gangi í gegn um efnahagskreppu hverfa ekki önnur vandamál á meðan. Vandamál tengd útblæstri gróðurhúsalofttegunda eru enn einhver þau viðamestu sem heimurinn stendur frammi fyrir og þarf að taka á í sameiningu. Úttekt eins og sú sem unnin hefur verin fyrir umhverfisráðuneytið er mikilvægt innlegg til þess að hægt sé að setja sér hér raunhæf markmið og vinna að þeim. Ekki þarf að koma á óvart að í skýrslunni kemur fram að hér á landi hefur útstreymi gróðurhúsalofttegunda aukist síðustu áratugi. Þannig var það í hitteðfyrra 32 prósentum meira en árið 1990 og hafði aukist í öllum atvinnugreinum, nema í fiskveiðum, fiskimjölsvinnslu og landbúnaði. Mest var aukningin frá járnblendiframleiðslu og álframleiðslu. Fram kemur þó að útstreymi á hvert framleitt tonn af áli, sé minna en áður þótt framleiðslan hafi stóraukist, eða um nærri 420 prósent á tímabilinu. Barnaskapur væri að ætla að hér verði hægt að standa á bremsunni hvað varðar aukið umfang iðnaðar, en um leið ljóst að landið þarf að takast á herðar, líkt og aðarar þjóðir, þær kvaðir sem alþjóðasamfélagið sammælist um til aðdraga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Forvígismenn skógræktar hér á landi hafa séð tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt má binda kolefni í skógrækt hér á landi. Ísland er aðili að alþjóðasamningum um takmörkun útblásturs, þótt við Kyoto-bókunina hafi verið gert sérstakt ákvæði um séraðstæður hér. Á móti getur landið ekki tekið þátt í viðskiptum með útblásturskvóta sem hafinn er annars staðar í heiminum. Þetta kann þó að breytast þegar næsta samningstímabil sáttmálans tekur gildi eftir árið 2012. Hér er þó þegar kominn vísir að slíkum markaði með stofnun sjóðs Kolviðar, sem sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi, en viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess jafna útblástursmengun sína. Starfsemin er kolefnisjöfnuð, en það er valkostur við að draga úr útblæstri. Þá er jafn mikið kolefni bundið í gróðri og losað er út í andrúmsloftið. Þá hefur verið sýnt fram að á landið hefur forskot á mörk önnur lönd þegar kemur að kolefnisbindingu, vegna landrýmis sem hér er. Mikil tækifæri er til stórfelldrar uppgræðslu skóglendis og viðamikil verkefni á borð við Hekluskóga þegar vel á veg komin. Þannig gæti hagur þjóðarinnar af því að láta af sérákvæði við Kyoto-bókunina um lönd og leið verið meiri þegar upp er staðið, vegna ágóða sem hafa mætti af viðskiptum með kolefniskvóta við önnur lönd, um leið og gripið yrði til skynsamlegra ráðstafana til að draga úr losun. Skýrsla sérfræðinganefndar umhverfisráðuneytisins hjálpar til við mat á þeim kostum sem í boði eru meðan unnið er að endurskoðun Kyoto-sáttmálans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Ástæða er til þess að fagna ítarlegri úttekt nefndar sérfræðinga um möguleika þjóðarinnar til þess að úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins. Niðurstöður nefndarinnar, sem starfað hefur á vegum umhverfisráðuneytisins frá því á vordögum 2007, voru kynntar síðastliðinn föstudag. Þótt heimurinn gangi í gegn um efnahagskreppu hverfa ekki önnur vandamál á meðan. Vandamál tengd útblæstri gróðurhúsalofttegunda eru enn einhver þau viðamestu sem heimurinn stendur frammi fyrir og þarf að taka á í sameiningu. Úttekt eins og sú sem unnin hefur verin fyrir umhverfisráðuneytið er mikilvægt innlegg til þess að hægt sé að setja sér hér raunhæf markmið og vinna að þeim. Ekki þarf að koma á óvart að í skýrslunni kemur fram að hér á landi hefur útstreymi gróðurhúsalofttegunda aukist síðustu áratugi. Þannig var það í hitteðfyrra 32 prósentum meira en árið 1990 og hafði aukist í öllum atvinnugreinum, nema í fiskveiðum, fiskimjölsvinnslu og landbúnaði. Mest var aukningin frá járnblendiframleiðslu og álframleiðslu. Fram kemur þó að útstreymi á hvert framleitt tonn af áli, sé minna en áður þótt framleiðslan hafi stóraukist, eða um nærri 420 prósent á tímabilinu. Barnaskapur væri að ætla að hér verði hægt að standa á bremsunni hvað varðar aukið umfang iðnaðar, en um leið ljóst að landið þarf að takast á herðar, líkt og aðarar þjóðir, þær kvaðir sem alþjóðasamfélagið sammælist um til aðdraga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Forvígismenn skógræktar hér á landi hafa séð tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt má binda kolefni í skógrækt hér á landi. Ísland er aðili að alþjóðasamningum um takmörkun útblásturs, þótt við Kyoto-bókunina hafi verið gert sérstakt ákvæði um séraðstæður hér. Á móti getur landið ekki tekið þátt í viðskiptum með útblásturskvóta sem hafinn er annars staðar í heiminum. Þetta kann þó að breytast þegar næsta samningstímabil sáttmálans tekur gildi eftir árið 2012. Hér er þó þegar kominn vísir að slíkum markaði með stofnun sjóðs Kolviðar, sem sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi, en viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess jafna útblástursmengun sína. Starfsemin er kolefnisjöfnuð, en það er valkostur við að draga úr útblæstri. Þá er jafn mikið kolefni bundið í gróðri og losað er út í andrúmsloftið. Þá hefur verið sýnt fram að á landið hefur forskot á mörk önnur lönd þegar kemur að kolefnisbindingu, vegna landrýmis sem hér er. Mikil tækifæri er til stórfelldrar uppgræðslu skóglendis og viðamikil verkefni á borð við Hekluskóga þegar vel á veg komin. Þannig gæti hagur þjóðarinnar af því að láta af sérákvæði við Kyoto-bókunina um lönd og leið verið meiri þegar upp er staðið, vegna ágóða sem hafa mætti af viðskiptum með kolefniskvóta við önnur lönd, um leið og gripið yrði til skynsamlegra ráðstafana til að draga úr losun. Skýrsla sérfræðinganefndar umhverfisráðuneytisins hjálpar til við mat á þeim kostum sem í boði eru meðan unnið er að endurskoðun Kyoto-sáttmálans.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun