Golf

Stewart Cink vann umspilið á móti Tom Watson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stewart Cink vann 138. opna breska meistaramótið í golfi.
Stewart Cink vann 138. opna breska meistaramótið í golfi. Mynd/AFP

Tom Watson tókst ekki að vinna sögulegan sigur á opna breska meistaramótinu í golfi því hann tapaði í umspili á móti Stewart Cink í kvöld.

Tom Watson átti möguleika á að tryggja sér sigurinn á 18. holunni en mistókst og Cink vann síðan umspilið af öryggi. Stewart Cink vann því 138. opna breska meistaramótið í golfi en þetta er fyrsta risamótið sem hann vinnur.

Stewart Cink er 36 ára Bandaríkamaður og 193 sm á hæð. Hann hafði best áður náð þriðja sæti á risamóti en hann hafði endaði í 3. sæti á þremur risamótum á ferlinum - á Mastersmótinu 2008, á opna bandaríska mótinu árið 2001 og á PGA-meistaramótinu 1999.

Hinn 59 ára gamli Tom Watson hefði bætt fjölmörg met með því að tryggja sér sigur á opna breska. Hann hefði orðið elsti kylfingurinn í sögunni sem vinnur risamót og þetta hefði orðið sjötti sigur hans á opna breska sem er metjöfnun. Það munaði svo ótrúlega litlu að það tækist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×