Leggjum út af styrkleikanum Halla Tómasdóttir skrifar 18. ágúst 2009 06:00 Grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors, hefur vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi. Anne Sibert og eiginmaður hennar, Willem Buiter, unnu skýrslu fyrir Landsbankann á vormánuðum 2008 og lýstu þar miklum efasemdum um framtíð íslensku bankanna. Skýrsluna kynntu þau stjórnendum Landsbankans, fræðimönnum, Seðlabankanum og stjórnvöldum, sem stungu henni undir stól. Margt bendir til þess að slíkt hið sama vilji ýmsir gera við þau sjónarmið sem prófessorinn reiðir fram í nýlegri grein sinni um vanda smárra þjóða. Smæð þjóðar hefur vissulega marga kosti. Sveigjanleikinn er meiri og því mögulegt að ná samstöðu um breytingar mun hraðar en í stærri samfélögum. Því er einnig haldið fram að hagvöxtur sé meiri hjá smærri þjóðum. Sá mikli hagvöxtur sem hér var reyndist okkur þó dýrkeyptur. Atvinnustigið varð hærra en heilbrigt getur talist og orsakaði raunverulega hæfileikakrísu. Hraður vöxtur fjármálageirans jók enn á þá krísu fyrir hefðbundin fyrirtæki, stjórnsýslu og eftirlitsstofnanir sem gátu á engan hátt keppt við þau ofurkjör sem bankarnir buðu. En líklega er einn mesti vandi smæðarinnar hér fólginn í því að allir eru meira og minna tengdir. Bankastjórar, stjórnmálamenn og forystumenn eftirlitsstofnana og skilanefnda eru tengdir fjölskylduböndum, eru flokksbræður og systur, skólasystkini, viðskiptafélagar, nágrannar og vinir. Slíkar aðstæður bjóða vissulega uppá stuttar boðleiðir og mikinn sveigjanleika, en jafnframt geta þær leitt til meðvirkni, klíkuskapar og spillingar. Svo mörg dæmi er að finna um slíkt bæði í aðdraganda og í kjölfar bankahrunsins hér á landi að nærtækast er að halda því fram að hér þyki það einfaldlega eðlilegt að nýta stöðu sína til að hygla sér og sínum. En það er ekkert eðlilegt við slík viðhorf og þau ber að uppræta. Ef ekki nú, hvenær þá? Það hlýtur að vera eitt brýnasta verkefni stjórnvalda sem nú fara með vaxandi völd að setja skýrar leikreglur um fagleg og siðleg vinnubrögð og tryggja jafnframt að farið verði að þeim leikreglum. Einstaklingar í ábyrgðarstöðum sem fara með almannafé þurfa einnig að líta í eigin barm og tryggja að ákvarðanir þeirra og vinnubrögð standist gagnrýni. Öðruvísi verður ekki barið í þá bresti sem þegar er að finna í samfélagssáttmálanum. Við eigum að leggja út af helsta styrk smæðarinnar og sameinast um upptöku faglegri vinnubragða og heilbrigðara gildismats á öllum sviðum okkar samfélags. Við eigum að fagna erlendum sérfræðingum sem eru í aðstöðu til að sjá og segja hluti sem við erum ýmist of blind til að sjá sjálf, eða of tengd til að geta sagt. Látum ekki hroka koma í veg fyrir að við sjáum sannleikskornin þegar utanaðkomandi aðilar rýna okkar samfélag til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors, hefur vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi. Anne Sibert og eiginmaður hennar, Willem Buiter, unnu skýrslu fyrir Landsbankann á vormánuðum 2008 og lýstu þar miklum efasemdum um framtíð íslensku bankanna. Skýrsluna kynntu þau stjórnendum Landsbankans, fræðimönnum, Seðlabankanum og stjórnvöldum, sem stungu henni undir stól. Margt bendir til þess að slíkt hið sama vilji ýmsir gera við þau sjónarmið sem prófessorinn reiðir fram í nýlegri grein sinni um vanda smárra þjóða. Smæð þjóðar hefur vissulega marga kosti. Sveigjanleikinn er meiri og því mögulegt að ná samstöðu um breytingar mun hraðar en í stærri samfélögum. Því er einnig haldið fram að hagvöxtur sé meiri hjá smærri þjóðum. Sá mikli hagvöxtur sem hér var reyndist okkur þó dýrkeyptur. Atvinnustigið varð hærra en heilbrigt getur talist og orsakaði raunverulega hæfileikakrísu. Hraður vöxtur fjármálageirans jók enn á þá krísu fyrir hefðbundin fyrirtæki, stjórnsýslu og eftirlitsstofnanir sem gátu á engan hátt keppt við þau ofurkjör sem bankarnir buðu. En líklega er einn mesti vandi smæðarinnar hér fólginn í því að allir eru meira og minna tengdir. Bankastjórar, stjórnmálamenn og forystumenn eftirlitsstofnana og skilanefnda eru tengdir fjölskylduböndum, eru flokksbræður og systur, skólasystkini, viðskiptafélagar, nágrannar og vinir. Slíkar aðstæður bjóða vissulega uppá stuttar boðleiðir og mikinn sveigjanleika, en jafnframt geta þær leitt til meðvirkni, klíkuskapar og spillingar. Svo mörg dæmi er að finna um slíkt bæði í aðdraganda og í kjölfar bankahrunsins hér á landi að nærtækast er að halda því fram að hér þyki það einfaldlega eðlilegt að nýta stöðu sína til að hygla sér og sínum. En það er ekkert eðlilegt við slík viðhorf og þau ber að uppræta. Ef ekki nú, hvenær þá? Það hlýtur að vera eitt brýnasta verkefni stjórnvalda sem nú fara með vaxandi völd að setja skýrar leikreglur um fagleg og siðleg vinnubrögð og tryggja jafnframt að farið verði að þeim leikreglum. Einstaklingar í ábyrgðarstöðum sem fara með almannafé þurfa einnig að líta í eigin barm og tryggja að ákvarðanir þeirra og vinnubrögð standist gagnrýni. Öðruvísi verður ekki barið í þá bresti sem þegar er að finna í samfélagssáttmálanum. Við eigum að leggja út af helsta styrk smæðarinnar og sameinast um upptöku faglegri vinnubragða og heilbrigðara gildismats á öllum sviðum okkar samfélags. Við eigum að fagna erlendum sérfræðingum sem eru í aðstöðu til að sjá og segja hluti sem við erum ýmist of blind til að sjá sjálf, eða of tengd til að geta sagt. Látum ekki hroka koma í veg fyrir að við sjáum sannleikskornin þegar utanaðkomandi aðilar rýna okkar samfélag til gagns.