Sigursteinn Gíslason: Besti kækur sem þú færð er að vinna Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:36 Fréttablaðið/Arnþór Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18