Okkar skömm Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. desember 2010 06:15 Eitt er það sem íslenskt samfélag ætti að skammast sín fyrir … Ekki endilega útrásarvíkingarnir - jafnvel þótt þau hafi komið úr þjóðardjúpinu, krakkar úr Breiðholtinu, Vesturbænum, Akureyri, Hólminum eða Hlíðunum, og gengu í leikskólana okkar, grunnskólana og framhaldsskólana, voru fermd af prestunum okkar og alin upp á heimilunum okkar - búin til af íslensku samfélagi - íslensku þjóðinni hefur engu að síður tekist að þvo hendur sínar af þessum skilgetnu afkvæmum sínum og við getum á góðum degi sannfært okkur um að þetta hafi verið geimverur. Og haldið áfram án þess að horfast of fast í augu við okkur sjálf. Ekki klerkar sem klípa, ekki barnadrykkjan í miðbænum um helgar, ekki fasteignabólan, ekki einu sinni fótboltalandslið karla: allt eru þetta vandræðaleg einkenni á íslensku samfélagi sem má bera kinnroða fyrir - en það sem við megum hins vegar skammast okkar fyrir - innilega - og við þurfum að hugleiða af alvöru hvernig við eigum að útrýma - eru opinberar biðraðir fátæklinga eftir mat.Einkavæðing eymdarinnar Það er erfitt að skilja hvernig það hefur verið látið gerast á nokkrum misserum að það þyki allt að því ásættanlegur lífsstíll að standa í röð og fá útdeilt mat handa sér og fjölskyldu sinni. Við höfum vissulega dæmin úr Íslandssögunni af þurfalingum við höfðingjasetrin og biskupsstólana á mestu harðindatímum þjóðarinnar þegar hungursneyð varð af völdum eldgosa og hallæra. Og Thor Jensen og Margrét Þorbjörg opnuðu súpueldhús þegar Spænska veikin geisaði hér 1918 - það var tími drepsóttar. Þá voru aðrir tímar og aðrar hugmyndir ríktu um skyldur samfélagsins við þegna sína; þá var ekki félagslegt kerfi og engar bætur þegar fyrirvinna féll frá eða enga vinnu var að hafa. Súpueldhús hafa tíðkast í Bandaríkjunum fyrir útigangsmenn en að öðru leyti eru svona biðraðir óþekktar meðal nágrannaþjóða sem hafa annan hátt á að liðsinna bástöddum. Þetta er ekki sagt til þess að lasta það fólk sem stendur fyrir matargjöfum um þessar mundir né heldur þá sem það leggja á sig að þiggja þær. Þetta er áfellisdómur yfir gjörvöllu samfélaginu. Þetta er einkavæðing eymdarinnar. Það á að vera hlutverk félagslega kerfisins að koma nauðstöddum til hjálpar. Það á að vera búið að reikna út hvað fólk þarf til framfærslu sér, hvað það þarf af mat handa börnum sínum og sjálfu sér og síðan á það að fá miða fyrir þessum mat sem það getur framvísað í verslunum. Það getur ekki verið íslenskum ráðamönnum ofviða að koma á slíku kerfi.Stormur reiðinnar Það geisar stormur - það er stormur reiðinnar. Hann blæs um valdafólk og valdastofnanir, þá sem eru breyskir, þá sem eru spilltir og þá sem hneykslanlegir. Hneykslunargirnin er orðin að sjálfstæðu afli í samfélaginu og fer um í hvirflum og hrífur með sér fólk. Margir komast ekki í gegnum daginn án þess að taka hneysklunarandköf að minnsta kosti tvisvar fyrir hádegi. Stormur reiðinnar beinist nú að öryrkjum og bótaþegum eftir að í ljós komu undarlega háar fjárhæðir hjá manneskju sem gaf sig sjálf á tal við Stöð tvö til að lýsa kröm sinni. Önnur kona - sem líka er öryrki - reyndist samkvæmt fréttum hafa sólundað miklu fé í spilasölum og vanrækt börnin sín. Þetta er vissulega hneykslanlegt, og raunalegt. En það er engu að síður brýnt að dæma ekki heilu samfélagshópana eftir svona stökum dæmum og allra síst þá sem höllum fæti standa eða ekki geta séð sér og sínum farborða vegna veikinda. Öll kerfi er hægt að misnota, sé vilji og hugkvæmni og siðvilla fyrir hendi: þá reynum við að bæta kerfið, sjá við þeim brotlegu og leiða þá á rétta braut, en áfellumst ekki alla þá sem það þurfa að nota. Og manneskja sem lætur miklar fjárhæðir fara um sínar hendur en þarf samt sem áður að leita á náðir opinberra matargjafa til að gefa börnum sínum að borða þarf augljóslega á hjálp að halda við að greiða úr sinni óreiðu, frekar en fordæmingu og hneyklun. Hvað eiga börnin að gera við hneysklun samborgaranna - borða hana? Hvað eigum við sjálf að gera við hneykslun okkar? Fjúka þar um? Löngu er kominn tími til að opinberir aðilar komi skikki á starfsemi þeirra einkastofnana sem deila út matargjöfum og virðast stundum í hálfgerðri samkeppni og gott ef ekki markaðssetningu á sjálfum sér. Þessa þörf fyrir matargjafir og aðra ölmusu þurfa yfirvöld að kanna og uppfylla hana með mannsæmandi hætti. Hvað sem líður bankahruni og kerfishruni þá er íslenskt samfélag eitt hið ríkasta í heimi, fámennt og komin hefð fyrir lítilli stéttaskiptingu. Það að sjá til þess að allir þegnar geti brauðfætt sig og sína er algjört lágmarksskilyrði þess að hér geti talist vera siðað samfélag. Það góða fólk sem vill láta gott af sér leiða verður áreiðanlega í engum vandræðum með að finna tilefni til þess þó að þessar opinberu sýningar á eymd í beinni útsendingu verði aflagðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Eitt er það sem íslenskt samfélag ætti að skammast sín fyrir … Ekki endilega útrásarvíkingarnir - jafnvel þótt þau hafi komið úr þjóðardjúpinu, krakkar úr Breiðholtinu, Vesturbænum, Akureyri, Hólminum eða Hlíðunum, og gengu í leikskólana okkar, grunnskólana og framhaldsskólana, voru fermd af prestunum okkar og alin upp á heimilunum okkar - búin til af íslensku samfélagi - íslensku þjóðinni hefur engu að síður tekist að þvo hendur sínar af þessum skilgetnu afkvæmum sínum og við getum á góðum degi sannfært okkur um að þetta hafi verið geimverur. Og haldið áfram án þess að horfast of fast í augu við okkur sjálf. Ekki klerkar sem klípa, ekki barnadrykkjan í miðbænum um helgar, ekki fasteignabólan, ekki einu sinni fótboltalandslið karla: allt eru þetta vandræðaleg einkenni á íslensku samfélagi sem má bera kinnroða fyrir - en það sem við megum hins vegar skammast okkar fyrir - innilega - og við þurfum að hugleiða af alvöru hvernig við eigum að útrýma - eru opinberar biðraðir fátæklinga eftir mat.Einkavæðing eymdarinnar Það er erfitt að skilja hvernig það hefur verið látið gerast á nokkrum misserum að það þyki allt að því ásættanlegur lífsstíll að standa í röð og fá útdeilt mat handa sér og fjölskyldu sinni. Við höfum vissulega dæmin úr Íslandssögunni af þurfalingum við höfðingjasetrin og biskupsstólana á mestu harðindatímum þjóðarinnar þegar hungursneyð varð af völdum eldgosa og hallæra. Og Thor Jensen og Margrét Þorbjörg opnuðu súpueldhús þegar Spænska veikin geisaði hér 1918 - það var tími drepsóttar. Þá voru aðrir tímar og aðrar hugmyndir ríktu um skyldur samfélagsins við þegna sína; þá var ekki félagslegt kerfi og engar bætur þegar fyrirvinna féll frá eða enga vinnu var að hafa. Súpueldhús hafa tíðkast í Bandaríkjunum fyrir útigangsmenn en að öðru leyti eru svona biðraðir óþekktar meðal nágrannaþjóða sem hafa annan hátt á að liðsinna bástöddum. Þetta er ekki sagt til þess að lasta það fólk sem stendur fyrir matargjöfum um þessar mundir né heldur þá sem það leggja á sig að þiggja þær. Þetta er áfellisdómur yfir gjörvöllu samfélaginu. Þetta er einkavæðing eymdarinnar. Það á að vera hlutverk félagslega kerfisins að koma nauðstöddum til hjálpar. Það á að vera búið að reikna út hvað fólk þarf til framfærslu sér, hvað það þarf af mat handa börnum sínum og sjálfu sér og síðan á það að fá miða fyrir þessum mat sem það getur framvísað í verslunum. Það getur ekki verið íslenskum ráðamönnum ofviða að koma á slíku kerfi.Stormur reiðinnar Það geisar stormur - það er stormur reiðinnar. Hann blæs um valdafólk og valdastofnanir, þá sem eru breyskir, þá sem eru spilltir og þá sem hneykslanlegir. Hneykslunargirnin er orðin að sjálfstæðu afli í samfélaginu og fer um í hvirflum og hrífur með sér fólk. Margir komast ekki í gegnum daginn án þess að taka hneysklunarandköf að minnsta kosti tvisvar fyrir hádegi. Stormur reiðinnar beinist nú að öryrkjum og bótaþegum eftir að í ljós komu undarlega háar fjárhæðir hjá manneskju sem gaf sig sjálf á tal við Stöð tvö til að lýsa kröm sinni. Önnur kona - sem líka er öryrki - reyndist samkvæmt fréttum hafa sólundað miklu fé í spilasölum og vanrækt börnin sín. Þetta er vissulega hneykslanlegt, og raunalegt. En það er engu að síður brýnt að dæma ekki heilu samfélagshópana eftir svona stökum dæmum og allra síst þá sem höllum fæti standa eða ekki geta séð sér og sínum farborða vegna veikinda. Öll kerfi er hægt að misnota, sé vilji og hugkvæmni og siðvilla fyrir hendi: þá reynum við að bæta kerfið, sjá við þeim brotlegu og leiða þá á rétta braut, en áfellumst ekki alla þá sem það þurfa að nota. Og manneskja sem lætur miklar fjárhæðir fara um sínar hendur en þarf samt sem áður að leita á náðir opinberra matargjafa til að gefa börnum sínum að borða þarf augljóslega á hjálp að halda við að greiða úr sinni óreiðu, frekar en fordæmingu og hneyklun. Hvað eiga börnin að gera við hneysklun samborgaranna - borða hana? Hvað eigum við sjálf að gera við hneykslun okkar? Fjúka þar um? Löngu er kominn tími til að opinberir aðilar komi skikki á starfsemi þeirra einkastofnana sem deila út matargjöfum og virðast stundum í hálfgerðri samkeppni og gott ef ekki markaðssetningu á sjálfum sér. Þessa þörf fyrir matargjafir og aðra ölmusu þurfa yfirvöld að kanna og uppfylla hana með mannsæmandi hætti. Hvað sem líður bankahruni og kerfishruni þá er íslenskt samfélag eitt hið ríkasta í heimi, fámennt og komin hefð fyrir lítilli stéttaskiptingu. Það að sjá til þess að allir þegnar geti brauðfætt sig og sína er algjört lágmarksskilyrði þess að hér geti talist vera siðað samfélag. Það góða fólk sem vill láta gott af sér leiða verður áreiðanlega í engum vandræðum með að finna tilefni til þess þó að þessar opinberu sýningar á eymd í beinni útsendingu verði aflagðar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun