Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk 23. apríl 2010 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sátu ársfund FME árið 2007, ásamt Lárusi Finnbogasyni, síðar formanni skilanefndar Landsbankans. Fréttablaðið/Pjetur „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
„Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira