Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 13:35 Hin íslenska Fálkaorða er veitt reglulega að Bessastöðum. Mynd/ Vilhelm. Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur. Fálkaorðan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur.
Fálkaorðan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira