Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 13:35 Hin íslenska Fálkaorða er veitt reglulega að Bessastöðum. Mynd/ Vilhelm. Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur. Fálkaorðan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur.
Fálkaorðan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira