Hlýjar tær á ferðalagi 21. desember 2010 06:00 Kristín Unnur Þórarinsdóttir og Ingibjörg Þóra Gestsdóttir. Vinkonurnar Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður og Kristín Unnur Þórarinsdóttir flugfreyja hafa hannað lopapeysu sem nýtist líka sem hlýtt teppi. Peysan nýtist sérlega vel á löngum ferðalögum. „Hún Kristín vinkona mín er flugfreyja og hugmyndin að teppapeysunni vaknaði hjá henni á löngum flugferðum þar sem hún fylgdist með því hvernig farþegar reyndu að koma sér þægilega fyrir undir litlu teppi,“ segir Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður, sem hefur hannað skemmtilega peysu í samvinnu við vinkonu sína Kristínu Unni Þórarinsdóttur. „Stína kom til mín með þá hugmynd að hanna flík sem gæti gert fólki lífið auðveldara á ferðalögum,“ útskýrir Ingibjörg. Þær stöllur hófu að gera nokkrar tilraunir í febrúar. Þær veltu hugmyndinni á milli sín og fengu meðal annars vini og ættingja til að leggja höfuðið í bleyti. Einn þeirra kom með þá hugmynd að nota ull. „Við hönnuðum mynstur, létum prjóna efni fyrir okkur í Glófa og létum bursta það bæði að utan og innan svo það stingi ekki,“ segir Ingibjörg en þær Kristín saumuðu síðan peysuna úr vélprjónuðu efninu.Ingibjörg hefur það notalegt með góða bók og vafin inn í teppapeysuna notalegu. Fréttablaðið/StefánEn hvernig virkar peysan? „Hún virkar í fyrsta lagi sem utanyfirflík sem rennt er upp með rennilás. Þá er neðri hluti hennar hnepptur upp. Í öðru lagi er flíkin teppi. Þá eru hnapparnir losaðir og til verður teppapeysa þar sem hægt er að stinga tánum ofan í prjónaðan poka,“ segir Ingibjörg og áréttar að peysan sé mjög hlý enda fjórföld í bakið þegar neðri hluta hennar er hneppt upp. „Hún vegur þó aðeins rúmt kíló og því ekki þungt að vera í henni,“ segir hún og bendir á að hægt sé að rúlla peysunni allri inn í hettuna. Þannig verði til koddi auk þess sem auðvelt sé að ferðast með hana. Nánar má fræðast um peysuna á koffort.is en peysuna má fá í Ísbirninum á Laugaveginum, Hrím hönnunarhúsi á Akureyri og í Leifsstöð. solveig@frettabladid.is Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Komin með nóg af því að nemendur ráðist á kennara bæði andlega og líkamlega Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Vinkonurnar Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður og Kristín Unnur Þórarinsdóttir flugfreyja hafa hannað lopapeysu sem nýtist líka sem hlýtt teppi. Peysan nýtist sérlega vel á löngum ferðalögum. „Hún Kristín vinkona mín er flugfreyja og hugmyndin að teppapeysunni vaknaði hjá henni á löngum flugferðum þar sem hún fylgdist með því hvernig farþegar reyndu að koma sér þægilega fyrir undir litlu teppi,“ segir Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður, sem hefur hannað skemmtilega peysu í samvinnu við vinkonu sína Kristínu Unni Þórarinsdóttur. „Stína kom til mín með þá hugmynd að hanna flík sem gæti gert fólki lífið auðveldara á ferðalögum,“ útskýrir Ingibjörg. Þær stöllur hófu að gera nokkrar tilraunir í febrúar. Þær veltu hugmyndinni á milli sín og fengu meðal annars vini og ættingja til að leggja höfuðið í bleyti. Einn þeirra kom með þá hugmynd að nota ull. „Við hönnuðum mynstur, létum prjóna efni fyrir okkur í Glófa og létum bursta það bæði að utan og innan svo það stingi ekki,“ segir Ingibjörg en þær Kristín saumuðu síðan peysuna úr vélprjónuðu efninu.Ingibjörg hefur það notalegt með góða bók og vafin inn í teppapeysuna notalegu. Fréttablaðið/StefánEn hvernig virkar peysan? „Hún virkar í fyrsta lagi sem utanyfirflík sem rennt er upp með rennilás. Þá er neðri hluti hennar hnepptur upp. Í öðru lagi er flíkin teppi. Þá eru hnapparnir losaðir og til verður teppapeysa þar sem hægt er að stinga tánum ofan í prjónaðan poka,“ segir Ingibjörg og áréttar að peysan sé mjög hlý enda fjórföld í bakið þegar neðri hluta hennar er hneppt upp. „Hún vegur þó aðeins rúmt kíló og því ekki þungt að vera í henni,“ segir hún og bendir á að hægt sé að rúlla peysunni allri inn í hettuna. Þannig verði til koddi auk þess sem auðvelt sé að ferðast með hana. Nánar má fræðast um peysuna á koffort.is en peysuna má fá í Ísbirninum á Laugaveginum, Hrím hönnunarhúsi á Akureyri og í Leifsstöð. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Komin með nóg af því að nemendur ráðist á kennara bæði andlega og líkamlega Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira