Bara fínt að vera litla liðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. júlí 2010 07:30 Kári og Ólafur í gær, slakir í stúkunni. Fréttablaðið/Rósa „Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn. Íslenski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira