Ólafur Stephensen: Hvað gera gömlu flokkarnir? Ólafur Stephensen skrifar 27. maí 2010 06:00 Tvær skoðanakannanir, sem Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa látið gera, sýna að Bezti flokkurinn gæti orðið stærsta stjórnmálaaflið í borgarstjórn Reykjavíkur eftir kosningarnar á laugardag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi gæti flokkurinn náð hreinum meirihluta, en samkvæmt könnun Morgunblaðsins myndi hann ná sjö borgarfulltrúum af fimmtán. Vinsældir Bezta flokksins hafa ekki dvínað, þótt það verði skýrara eftir því sem fleiri frambjóðendur hans opna munninn, að þeir hafa í raun enga stefnu í ýmsum mikilvægum málum, sem borgarstjórn Reykjavíkur þarf að leysa úr. Fulltrúar annarra flokka reyna að vera málefnalegir og leggja til lausnir. Bezti flokkurinn snýr aðallega út úr eða svarar út í hött - og stórum hluta kjósenda virðist vera nákvæmlega sama. Þeir ætla samt að kjósa hann. Þetta viðhorf ber vott um djúpstætt vantraust á hefðbundnu flokkunum. Kjósendur í Reykjavík vilja augljóslega kenna þeim lexíu - ekki bara sumum, heldur öllum. Tvennt ræður væntanlega mestu um þetta sérkennilega andrúmsloft meðal kjósenda örfáum dögum fyrir kosningar. Annars vegar er skrípaleikurinn í kringum stöðug meirihlutaskipti á fyrri hluta kjörtímabils núverandi borgarstjórnar. Ef annað hefði ekki komið til, hefði mátt ætla að farið væri að fenna yfir minninguna um þann hamagang allan, því að seinnipart kjörtímabilsins hefur ríkt stöðugleiki og að mörgu leyti gott samstarf milli flokkanna í borgarstjórn um að taka á erfiðum málum. En þá kemur hitt til, sem er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, sem var að mörgu leyti áfellisdómur yfir stjórnmálaflokkunum. Kjósendum finnst klárlega vanta upp á að flokkarnir hafi brugðizt við skýrslunni sem skyldi; af raunverulegri auðmýkt og vilja til að læra af mistökunum. Þá er ekki aðeins átt við framboðin í borgarstjórn, heldur flokkana á landsvísu. Vilji gömlu flokkarnir reyna að ná vopnum sínum á ný á þeim tveimur dögum, sem eru til stefnu, verða þeir líklega að gera eitthvað verulega róttækt til að sýna fram á auðmýkt sína og iðrun. Sá, sem gengur á undan í því efni er líklegastur til að ná einhverju af atkvæðunum til baka. Nú hljóta menn líka að vera farnir að velta fyrir sér meirihlutamyndun eftir kosningar. Fari svo að Bezti flokkurinn nái hreinum meirihluta, er hætt við að bæði frambjóðendur flokksins og kjósendur fyllist eftirsjá að morgni sunnudagsins. Framboðið þarf þá að taka ábyrgð á stjórn stærsta sveitarfélags landsins, án þess að vera með útfærða stefnu um hvernig á að fara að því. Nái Bezti flokkurinn hins vegar ekki því fylgi, sem honum er nú spáð í skoðanakönnunum, er ekki mjög sennilegt að hinir flokkarnir vilji vinna með honum í meirihluta. Þá getur niðurstaðan orðið sú að „þjóðstjórnarhugmynd" Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra verði að veruleika undir breyttum formerkjum; að gömlu flokkarnir myndi saman meirihluta og neyðist til að vinna saman af heilindum og með hag borgarbúa að leiðarljósi. Bezti flokkurinn gæti haldið áfram að grínast í minnihluta - ef grínið endist þá í fjögur ár. Þetta væri kannski ekkert afleit niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Tvær skoðanakannanir, sem Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa látið gera, sýna að Bezti flokkurinn gæti orðið stærsta stjórnmálaaflið í borgarstjórn Reykjavíkur eftir kosningarnar á laugardag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi gæti flokkurinn náð hreinum meirihluta, en samkvæmt könnun Morgunblaðsins myndi hann ná sjö borgarfulltrúum af fimmtán. Vinsældir Bezta flokksins hafa ekki dvínað, þótt það verði skýrara eftir því sem fleiri frambjóðendur hans opna munninn, að þeir hafa í raun enga stefnu í ýmsum mikilvægum málum, sem borgarstjórn Reykjavíkur þarf að leysa úr. Fulltrúar annarra flokka reyna að vera málefnalegir og leggja til lausnir. Bezti flokkurinn snýr aðallega út úr eða svarar út í hött - og stórum hluta kjósenda virðist vera nákvæmlega sama. Þeir ætla samt að kjósa hann. Þetta viðhorf ber vott um djúpstætt vantraust á hefðbundnu flokkunum. Kjósendur í Reykjavík vilja augljóslega kenna þeim lexíu - ekki bara sumum, heldur öllum. Tvennt ræður væntanlega mestu um þetta sérkennilega andrúmsloft meðal kjósenda örfáum dögum fyrir kosningar. Annars vegar er skrípaleikurinn í kringum stöðug meirihlutaskipti á fyrri hluta kjörtímabils núverandi borgarstjórnar. Ef annað hefði ekki komið til, hefði mátt ætla að farið væri að fenna yfir minninguna um þann hamagang allan, því að seinnipart kjörtímabilsins hefur ríkt stöðugleiki og að mörgu leyti gott samstarf milli flokkanna í borgarstjórn um að taka á erfiðum málum. En þá kemur hitt til, sem er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, sem var að mörgu leyti áfellisdómur yfir stjórnmálaflokkunum. Kjósendum finnst klárlega vanta upp á að flokkarnir hafi brugðizt við skýrslunni sem skyldi; af raunverulegri auðmýkt og vilja til að læra af mistökunum. Þá er ekki aðeins átt við framboðin í borgarstjórn, heldur flokkana á landsvísu. Vilji gömlu flokkarnir reyna að ná vopnum sínum á ný á þeim tveimur dögum, sem eru til stefnu, verða þeir líklega að gera eitthvað verulega róttækt til að sýna fram á auðmýkt sína og iðrun. Sá, sem gengur á undan í því efni er líklegastur til að ná einhverju af atkvæðunum til baka. Nú hljóta menn líka að vera farnir að velta fyrir sér meirihlutamyndun eftir kosningar. Fari svo að Bezti flokkurinn nái hreinum meirihluta, er hætt við að bæði frambjóðendur flokksins og kjósendur fyllist eftirsjá að morgni sunnudagsins. Framboðið þarf þá að taka ábyrgð á stjórn stærsta sveitarfélags landsins, án þess að vera með útfærða stefnu um hvernig á að fara að því. Nái Bezti flokkurinn hins vegar ekki því fylgi, sem honum er nú spáð í skoðanakönnunum, er ekki mjög sennilegt að hinir flokkarnir vilji vinna með honum í meirihluta. Þá getur niðurstaðan orðið sú að „þjóðstjórnarhugmynd" Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra verði að veruleika undir breyttum formerkjum; að gömlu flokkarnir myndi saman meirihluta og neyðist til að vinna saman af heilindum og með hag borgarbúa að leiðarljósi. Bezti flokkurinn gæti haldið áfram að grínast í minnihluta - ef grínið endist þá í fjögur ár. Þetta væri kannski ekkert afleit niðurstaða.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun