Þjóðlegur uppblástur Þorvaldur Gylfason skrifar 5. ágúst 2010 06:00 Tvískinnungur er aðalsmerki íslenzkra stjórnmála. Nei, bíðum við, ég ætla að byrja aftur. Tvískinnungur og fíflagangur eru aðalsmerki íslenzkra stjórnmála. Margir berjast enn af alefli gegn innflutningi landbúnaðarafurða og bera við heilbrigðisástæðum, en ætlast samt til, að útlendingar kaupi íslenzkar búvörur. Aðrir berjast gegn erlendri stóriðju og bera við umhverfisverndarástæðum, en hafa samt aldrei lagzt á sveif með þeim, sem vilja hefta lausagöngu búfjár og hrossa til að stöðva uppblástur landsins. Vinstri hreyfingin - grænt framboð (VG), umhverfisflokkurinn, hefur nú stýrt bæði umhverfisráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu í hálft annað ár og lyftir samt ekki litla fingri gegn gróðureyðingunni. Þau virðast líta svo á, að þjóðlegur uppblástur vegna lausagöngu búfjár og hrossa sé í góðu lagi. Uppblásturinn heldur því áfram í boði VG, sem styður einnig hvalveiðar, einn evrópskra umhverfisflokka, og ber nú stjórnskipulega ábyrgð á hvaladrápinu eins og til að bíta höfuðið af skömminni. Hraðfara eyðing í 103 árLandgræðsla ríkisins var stofnuð með lögum um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands" 1907 og hét þá Sandgræðsla eftir endalausu moldroki úr rofabörðum. Hún mun vera ein elzta stofnun sinnar tegundar í heiminum. „Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi", segir á vefsetri Landgræðslunnar eftir 103 ára baráttu. Stjórnmálaflokkarnir fást ekki enn til að ráðast að rótum vandans með því að skylda bændur að lögum til að loka sauðfé og hross inni í beitarhólfum og bæta skaðann af völdum lausgangandi búfjár og hrossa utan girðingar. Enginn umhverfisráðherra hefur nokkru sinni í 17 ára sögu ráðuneytisins þorað að stugga við sauðkindinni og sendiherrum hennar. Stjórnmálaflokkarnir kjósa allir sem einn að halda áfram að brenna upp skattfé almennings í vonlausri baráttu við lausgangandi búpening og hross, sem eira engum gróðri. Nú hillir þó undir, að landbúnaðarráðuneytið, taugamiðstöð lausagöngunnar, verði lagt niður og sameinað öðrum ráðuneytum eins og ég lagði til í Morgunblaðinu 31. ágúst 1993, en það mál gæti þó enn siglt í strand. Hernaðurinn gegn landinuFyrsti sandgræðslustjórinn, Gunnlaugur Kristmundsson, birti grein um ástandið 1923. Þar stendur: „Landið ... talar allsstaðar sama ásökunarróminum. Ránbúskapur eigingjarnra, þekkingarsnauðra og hirðulausra manna, sem landið hafa byggt." Annar landgræðslustjóri, Runólfur Sveinsson, sagði í útvarpserindi 1947: „Ef reka á sauðfjárrækt hér á landi sem ræktunarbúskap og ekki sem rányrkju og hálfgerðan hirðingjabúskap, þá þarf að hafa sauðféð í girðingum og að einhverju leyti á ræktuðu landi." Margir aðrir hafa æ síðan og ítrekað varað við áhrifum rányrkjunnar á gróður landsins, þar á meðal Halldór Kiljan Laxness á sinni tíð (Hernaðurinn gegn landinu, Morgunblaðið, 31. desember 1970), Herdís Þorvaldsdóttir leikkona í mörgum blaðagreinum og bráðum einnig á kvikmynd og Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. En allt kemur fyrir ekki: sauðkindin fer sínu fram sem fyrr í boði stjórnmálastéttarinnar. Skammsýni og skeytingarleysi Hvers vegna halda stjórnmálaflokkarnir verndarhendi yfir hernaðinum gegn landinu? Kannski stjórnast þeir af óttanum við að missa atkvæði til sveita, væri hróflað við rányrkjunni, og velta því síauknum vanda á herðar komandi kynslóða. Við bætist þjappaður hagur bænda og búaliðs gegn dreifðum hag almennings. Kannski er vandinn þó meiri en svo. Kannski vill meiri hluti þjóðarinnar í raun og veru ganga á gróður landsins. Sé svo, og þetta vitum við ekki enn, hvaða von er þá til þess, að umgengni útgerðarinnar um fiskimiðin vitni um meiri virðingu fyrir sameignarauðlindinni til sjós? Hví skyldi þjóð, sem rýrir gæði landsins vitandi vits ár fram af ári, dembir úrgangi á götur Reykjavíkur um hverja helgi, misþyrmir saklausum vegfarendum í stórum stíl og heldur samt lögreglunni í fjársvelti, hví skyldi hún ekki með líku lagi níða niður fiskimiðin? Fiskstofnar á Íslandsmiðum hafa rýrnað um helming eða tvo þriðju, sumpart vegna ofveiði. Margir sjómenn vitna í einkasamtölum um miklu meira brottkast til sjós gegnum tíðina en stjórnvöld hafa fengizt til að viðurkenna. Undirrótin virðist í báðum dæmum vera skeytingarleysi um almannahag og framtíðina. Í þessu ljósi þarf einnig að skoða óstjórnina í efnahagsmálum langt aftur í tímann og afleiðingar hennar, nú síðast bankahrunið. Uppblástur landsins, rýrnun fiskstofna, tíðar líkamsárásir og ástand efnahagslífsins eru kannski angar á einum og sama meiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Tvískinnungur er aðalsmerki íslenzkra stjórnmála. Nei, bíðum við, ég ætla að byrja aftur. Tvískinnungur og fíflagangur eru aðalsmerki íslenzkra stjórnmála. Margir berjast enn af alefli gegn innflutningi landbúnaðarafurða og bera við heilbrigðisástæðum, en ætlast samt til, að útlendingar kaupi íslenzkar búvörur. Aðrir berjast gegn erlendri stóriðju og bera við umhverfisverndarástæðum, en hafa samt aldrei lagzt á sveif með þeim, sem vilja hefta lausagöngu búfjár og hrossa til að stöðva uppblástur landsins. Vinstri hreyfingin - grænt framboð (VG), umhverfisflokkurinn, hefur nú stýrt bæði umhverfisráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu í hálft annað ár og lyftir samt ekki litla fingri gegn gróðureyðingunni. Þau virðast líta svo á, að þjóðlegur uppblástur vegna lausagöngu búfjár og hrossa sé í góðu lagi. Uppblásturinn heldur því áfram í boði VG, sem styður einnig hvalveiðar, einn evrópskra umhverfisflokka, og ber nú stjórnskipulega ábyrgð á hvaladrápinu eins og til að bíta höfuðið af skömminni. Hraðfara eyðing í 103 árLandgræðsla ríkisins var stofnuð með lögum um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands" 1907 og hét þá Sandgræðsla eftir endalausu moldroki úr rofabörðum. Hún mun vera ein elzta stofnun sinnar tegundar í heiminum. „Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi", segir á vefsetri Landgræðslunnar eftir 103 ára baráttu. Stjórnmálaflokkarnir fást ekki enn til að ráðast að rótum vandans með því að skylda bændur að lögum til að loka sauðfé og hross inni í beitarhólfum og bæta skaðann af völdum lausgangandi búfjár og hrossa utan girðingar. Enginn umhverfisráðherra hefur nokkru sinni í 17 ára sögu ráðuneytisins þorað að stugga við sauðkindinni og sendiherrum hennar. Stjórnmálaflokkarnir kjósa allir sem einn að halda áfram að brenna upp skattfé almennings í vonlausri baráttu við lausgangandi búpening og hross, sem eira engum gróðri. Nú hillir þó undir, að landbúnaðarráðuneytið, taugamiðstöð lausagöngunnar, verði lagt niður og sameinað öðrum ráðuneytum eins og ég lagði til í Morgunblaðinu 31. ágúst 1993, en það mál gæti þó enn siglt í strand. Hernaðurinn gegn landinuFyrsti sandgræðslustjórinn, Gunnlaugur Kristmundsson, birti grein um ástandið 1923. Þar stendur: „Landið ... talar allsstaðar sama ásökunarróminum. Ránbúskapur eigingjarnra, þekkingarsnauðra og hirðulausra manna, sem landið hafa byggt." Annar landgræðslustjóri, Runólfur Sveinsson, sagði í útvarpserindi 1947: „Ef reka á sauðfjárrækt hér á landi sem ræktunarbúskap og ekki sem rányrkju og hálfgerðan hirðingjabúskap, þá þarf að hafa sauðféð í girðingum og að einhverju leyti á ræktuðu landi." Margir aðrir hafa æ síðan og ítrekað varað við áhrifum rányrkjunnar á gróður landsins, þar á meðal Halldór Kiljan Laxness á sinni tíð (Hernaðurinn gegn landinu, Morgunblaðið, 31. desember 1970), Herdís Þorvaldsdóttir leikkona í mörgum blaðagreinum og bráðum einnig á kvikmynd og Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. En allt kemur fyrir ekki: sauðkindin fer sínu fram sem fyrr í boði stjórnmálastéttarinnar. Skammsýni og skeytingarleysi Hvers vegna halda stjórnmálaflokkarnir verndarhendi yfir hernaðinum gegn landinu? Kannski stjórnast þeir af óttanum við að missa atkvæði til sveita, væri hróflað við rányrkjunni, og velta því síauknum vanda á herðar komandi kynslóða. Við bætist þjappaður hagur bænda og búaliðs gegn dreifðum hag almennings. Kannski er vandinn þó meiri en svo. Kannski vill meiri hluti þjóðarinnar í raun og veru ganga á gróður landsins. Sé svo, og þetta vitum við ekki enn, hvaða von er þá til þess, að umgengni útgerðarinnar um fiskimiðin vitni um meiri virðingu fyrir sameignarauðlindinni til sjós? Hví skyldi þjóð, sem rýrir gæði landsins vitandi vits ár fram af ári, dembir úrgangi á götur Reykjavíkur um hverja helgi, misþyrmir saklausum vegfarendum í stórum stíl og heldur samt lögreglunni í fjársvelti, hví skyldi hún ekki með líku lagi níða niður fiskimiðin? Fiskstofnar á Íslandsmiðum hafa rýrnað um helming eða tvo þriðju, sumpart vegna ofveiði. Margir sjómenn vitna í einkasamtölum um miklu meira brottkast til sjós gegnum tíðina en stjórnvöld hafa fengizt til að viðurkenna. Undirrótin virðist í báðum dæmum vera skeytingarleysi um almannahag og framtíðina. Í þessu ljósi þarf einnig að skoða óstjórnina í efnahagsmálum langt aftur í tímann og afleiðingar hennar, nú síðast bankahrunið. Uppblástur landsins, rýrnun fiskstofna, tíðar líkamsárásir og ástand efnahagslífsins eru kannski angar á einum og sama meiði.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun