Emilíana Torrini syngur í kokteilboði 23. apríl 2010 03:00 Emilíana Torrini mun syngja í kokteilboði hjá framleiðandanum Lanette Phillips í Los Angeles. fréttablaðið/gva Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira