Emilíana Torrini syngur í kokteilboði 23. apríl 2010 03:00 Emilíana Torrini mun syngja í kokteilboði hjá framleiðandanum Lanette Phillips í Los Angeles. fréttablaðið/gva Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira