Við erum dauðadæmd Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. desember 2010 06:00 Vísindamenn Nasa hafa fundið áður óþekkta örveru og halda vart vatni yfir uppgötvuninni, enda um nýtt líf að ræða. Almenningur afskrifar fréttirnar sem antíklímax ársins, enda var búist við að geimferðastofnunin myndi kynna lítinn karl með stóran haus og skrýtna rödd (eins og Borgarahreyfingin hafi ekki kynnt Þór Saari fyrir löngu). Mér finnst þessi örvera, sem nærist á baneitruðu arseniki, bæði stórmerkileg og ógnvekjandi - svo vægt sé tekið til orða. Ég er að skíta á mig úr hræðslu. Þetta hljómar nefnilega einum of mikið eins og bíómynd; Vísindamenn finna bakteríur í stöðuvatni í Kaliforníu. Bakteríurnar virðast saklausar í fyrstu og sú staðreynd að þær þrífast á arseniki er spennandi í augum í vísindamanna. Almenningur hlær og skiptir um stöð á sjónvarpinu, en ákafir vísindamenn framkvæma ýmiss konar tilraunir á bakteríunni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir mannkynið. Við erum öll dauðadæmd. Albertus Magnus var sá fyrsti sem skrásetti arsenik, fyrir rúmum 700 árum. Hann var mikill snillingur og á undan sinni samtíð að mörgu leyti. Hann talaði til dæmis fyrir friðsælli samvist trúar og vísinda, sem er pæling sem nútíminn á erfitt með að meðtaka. Þetta getur ekki verið tilviljun, þar sem margar vísindaskáldsögur hefjast einmitt á merkum uppgötvunum fortíðarinnar. Það fer um mig hrollur þegar ég skrifa þessi orð vegna þess að ég er handviss um að næstu fréttir sem við heyrum fjalli um stökkbreytingu bakteríunnar. Þá verða gerðar tilraunir með æxlunina, sem verður loks til þess að hún fjölgar sér áður en hún tekur á sig morðóða mannsmynd. Mannkynið stendur ráðþrota gagnvart verunni, enda erfitt að drepa eitthvað sem nærist á eitri (sjáið bara Sjálfstæðisflokkinn). Við erum ekki ein. Það er nokkuð ljóst. En ég vil helst ekki vita af ógninni sem steðjar að okkur utan úr geimnum, enda eru jarðarbúar nógu duglegir við að útrýma hver öðrum. Þessi drápsvera frá Kaliforníu er ekki eins saklaus og hún lítur út fyrir að vera. Ég ætla því að loka augunum og setja putta í eyrun áður en margt smátt gerir eitt stórt og drepur okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun
Vísindamenn Nasa hafa fundið áður óþekkta örveru og halda vart vatni yfir uppgötvuninni, enda um nýtt líf að ræða. Almenningur afskrifar fréttirnar sem antíklímax ársins, enda var búist við að geimferðastofnunin myndi kynna lítinn karl með stóran haus og skrýtna rödd (eins og Borgarahreyfingin hafi ekki kynnt Þór Saari fyrir löngu). Mér finnst þessi örvera, sem nærist á baneitruðu arseniki, bæði stórmerkileg og ógnvekjandi - svo vægt sé tekið til orða. Ég er að skíta á mig úr hræðslu. Þetta hljómar nefnilega einum of mikið eins og bíómynd; Vísindamenn finna bakteríur í stöðuvatni í Kaliforníu. Bakteríurnar virðast saklausar í fyrstu og sú staðreynd að þær þrífast á arseniki er spennandi í augum í vísindamanna. Almenningur hlær og skiptir um stöð á sjónvarpinu, en ákafir vísindamenn framkvæma ýmiss konar tilraunir á bakteríunni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir mannkynið. Við erum öll dauðadæmd. Albertus Magnus var sá fyrsti sem skrásetti arsenik, fyrir rúmum 700 árum. Hann var mikill snillingur og á undan sinni samtíð að mörgu leyti. Hann talaði til dæmis fyrir friðsælli samvist trúar og vísinda, sem er pæling sem nútíminn á erfitt með að meðtaka. Þetta getur ekki verið tilviljun, þar sem margar vísindaskáldsögur hefjast einmitt á merkum uppgötvunum fortíðarinnar. Það fer um mig hrollur þegar ég skrifa þessi orð vegna þess að ég er handviss um að næstu fréttir sem við heyrum fjalli um stökkbreytingu bakteríunnar. Þá verða gerðar tilraunir með æxlunina, sem verður loks til þess að hún fjölgar sér áður en hún tekur á sig morðóða mannsmynd. Mannkynið stendur ráðþrota gagnvart verunni, enda erfitt að drepa eitthvað sem nærist á eitri (sjáið bara Sjálfstæðisflokkinn). Við erum ekki ein. Það er nokkuð ljóst. En ég vil helst ekki vita af ógninni sem steðjar að okkur utan úr geimnum, enda eru jarðarbúar nógu duglegir við að útrýma hver öðrum. Þessi drápsvera frá Kaliforníu er ekki eins saklaus og hún lítur út fyrir að vera. Ég ætla því að loka augunum og setja putta í eyrun áður en margt smátt gerir eitt stórt og drepur okkur öll.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun