Verslunarmannahelgin 28. júlí 2010 00:01 Fram undan er eitt af þessum stórlega ofmetnu íslensku fyrirbrigðum; verslunarmannahelgin. Verslunarmannahelgin skipar sér í sveit með áramótunum sem ofmetnustu atburðir ársins í mínum huga, atburðir sem fólk bindur þvílíkar vonir við að verði stórkostlega skemmtilegir en standa sjaldnast undir þessum væntingum. Reyndar eru bæði verslunarmannahelgar og áramót hin ágætasta skemmtun, en aðeins ef væntingum til þeirra er stillt í lágmark. Þá fyrst verður gaman. Það heillar jú suma að eyða einu löngu helgi sumarsins í umferðarteppum og mannmergð einhvers staðar á útihátíðum landsins. Kannski er það líka bara frábært, og ég aðeins brennimerkt af því að hafa eytt hverri einustu verslunarmannahelgi langt fram á unglingsaldur á höfuðborgarsvæðinu, en mér finnst að minnsta kosti dásamlegt að vera eftir í rólegheitum í fámennri borginni. Nokkrir vinir mínir á Facebook hafa nú keppst um það í langan tíma að tjá sig sem mest um væntanlega för sína á þjóðhátíð í Eyjum. Þau virðast telja að allt við hana eigi erindi við okkur hin, alveg frá því hversu margir dagar séu í brottför með „dallinum" í „eyjuna fögru" og yfir í það hvers konar nesti verður með í för. Svo eru það auðvitað hinar klassísku tilvitnanir í Eyjalögin - „þú veist hvað ég meina mær", „Lífið er yndislegt" og svo framvegis. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að þessi helgi verði afstaðin svo mér verði stætt á því að fara aftur á Facebook. Ég hef reyndar farið á þessa umræddu þjóðhátíð, og það meira að segja oftar en einu sinni. Og því skal ekkert logið hér að það hafi ekki verið gaman. Menntaskólakrakka sem fer með stórum hluta vina sinna á eyju heila helgi til þess að hitta helming allra skólafélaga og aðra vini hlýtur bara að þykja það gaman, hvar sem þetta á sér stað. Og þá er kannski hægt að líta framhjá tónlistinni, rigningunni og neonlituðu pollagöllunum. Í einhvern fjölda skipta og fram á ákveðinn aldur að minnsta kosti. Og kannski er það bara biturleikinn yfir því að vera hálfföst í borginni þessa helgi í ár sökum vinnu eins og síðustu ár sem talar. Ég er því allavega afskaplega fegin að hafa engar stórkostlegar væntingar eða ferðaplön fyrir helgina sem er fram undan. Það bara hlýtur að verða gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun
Fram undan er eitt af þessum stórlega ofmetnu íslensku fyrirbrigðum; verslunarmannahelgin. Verslunarmannahelgin skipar sér í sveit með áramótunum sem ofmetnustu atburðir ársins í mínum huga, atburðir sem fólk bindur þvílíkar vonir við að verði stórkostlega skemmtilegir en standa sjaldnast undir þessum væntingum. Reyndar eru bæði verslunarmannahelgar og áramót hin ágætasta skemmtun, en aðeins ef væntingum til þeirra er stillt í lágmark. Þá fyrst verður gaman. Það heillar jú suma að eyða einu löngu helgi sumarsins í umferðarteppum og mannmergð einhvers staðar á útihátíðum landsins. Kannski er það líka bara frábært, og ég aðeins brennimerkt af því að hafa eytt hverri einustu verslunarmannahelgi langt fram á unglingsaldur á höfuðborgarsvæðinu, en mér finnst að minnsta kosti dásamlegt að vera eftir í rólegheitum í fámennri borginni. Nokkrir vinir mínir á Facebook hafa nú keppst um það í langan tíma að tjá sig sem mest um væntanlega för sína á þjóðhátíð í Eyjum. Þau virðast telja að allt við hana eigi erindi við okkur hin, alveg frá því hversu margir dagar séu í brottför með „dallinum" í „eyjuna fögru" og yfir í það hvers konar nesti verður með í för. Svo eru það auðvitað hinar klassísku tilvitnanir í Eyjalögin - „þú veist hvað ég meina mær", „Lífið er yndislegt" og svo framvegis. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að þessi helgi verði afstaðin svo mér verði stætt á því að fara aftur á Facebook. Ég hef reyndar farið á þessa umræddu þjóðhátíð, og það meira að segja oftar en einu sinni. Og því skal ekkert logið hér að það hafi ekki verið gaman. Menntaskólakrakka sem fer með stórum hluta vina sinna á eyju heila helgi til þess að hitta helming allra skólafélaga og aðra vini hlýtur bara að þykja það gaman, hvar sem þetta á sér stað. Og þá er kannski hægt að líta framhjá tónlistinni, rigningunni og neonlituðu pollagöllunum. Í einhvern fjölda skipta og fram á ákveðinn aldur að minnsta kosti. Og kannski er það bara biturleikinn yfir því að vera hálfföst í borginni þessa helgi í ár sökum vinnu eins og síðustu ár sem talar. Ég er því allavega afskaplega fegin að hafa engar stórkostlegar væntingar eða ferðaplön fyrir helgina sem er fram undan. Það bara hlýtur að verða gaman.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun