Á að þagga rökræðuna niður? Þorsteinn Pálsson skrifar 23. október 2010 10:53 Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB. Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutningsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarfar. Vitaskuld geta mál verið svo einföld að rök af þessu tagi eigi við. Hér er hins vegar um að ræða eitt viðamesta og flóknasta mál sem komið hefur á dagskrá þjóðmálanna. Því fer fjarri að allar hliðar þess hafi komið fram með þeim hætti að þjóðin geti metið rök og gagnrök í heild sinni. Tillagan bendir til að andstæðingar Evrópusambandsaðildar telji að frekari upplýsingar, áframhaldandi umræða og samningsniðurstaða muni veikja málefnastöðu þeirra. Að öðrum kosti myndu þeir vilja halda ferlinu áfram allt til enda og rökræða málið í lokabúningi. Hitt er einnig áhugavert að flutningsmennirnir vilja ekki að Alþingi sjálft taki afstöðu í málinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá þróun að stjórnmálamenn kjósa fremur að þjóðin leiði þá en að þeir hafi forystu um stefnu sem þjóðin tekur síðan afstöðu til. Ein skýringin á vantraustinu á Alþingi getur verið þessi tilhneiging þingmanna að hafa hlutverkaskipti við þjóðina um forystuskylduna. Bent á aðra kostiSíðari tillagan felur í sér að teknar verði upp tvíhliða fríverslunarviðræður við Bandaríkin í stað aðildarviðræðna við ESB.Merkilegast við þessa tillögu er að þingmenn Heimssýnar eru reiðubúnir til að opna viðræður um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum. Þeir þurfa hins vegar að skýra út hvers vegna frjáls innflutningur á kjöti og mjólk er að þeirra mati hættulaus frá Bandaríkjunum en ógnar þjóðarhagsmunum ef hann kemur frá Evrópu.Annað athyglisvert við þessa tillögu er að með henni fallast þingmenn Heimssýnar á að einmitt núna sé rétti tíminn til að fara í viðræður við aðrar þjóðir í þeim tilgangi að treysta pólitíska og viðskiptalega hagsmuni landsins. Fram til þessa hafa þeir hafnað Evrópuviðræðunum þar sem slíkar viðræður eigi að bíða seinni tíma með því að þjóðin eigi nú að fást við aðra mikilvægari hluti.Með flutningi þessarar tillögu hafa andstæðingar ESB fallið frá helstu röksemd sinni gegn aðildarviðræðum nú. Það er málefnalegt og virðingarvert.Heimssýn hefur frá öndverðu viðurkennt að aukið alþjóðlegt samstarf er Íslendingum lífsnauðsynlegt. Það má bara ekki vera við Evrópuþjóðirnar. Tvíhliða fríverslunarsamningur við Kína var um tíma mótleikurinn. Hann þykir þó ekki fýsilegur eins og á stendur. Frá pólitísku sjónarhorni hefur samningur við Bandaríkin mun jákvæðara yfirbragð.Virða ber að þessi tillöguflutningur sýnir vilja til málefnalegrar umræðu. Á lausnum af þessu tagi eru þó veikleikar. Einn er sá að smáþjóðir hafa yfirleitt talið hagsmunum sínum betur borgið í fjölþjóðlegu samstarfi en með tvíhliða samningum við einstök ríki. Vandséð er að annað eigi við um Ísland. Annar er sá að hinn brýni gjaldmiðilsvandi verður aðeins leystur í fjölþjóðlegu myntsamstarfi sem tvíhliða fríverslunarsamningar bjóða ekki upp á.Síðan þarf að hafa hugfast að stærð og styrkur ESB tryggir aðildarþjóðunum bestu kjör í viðskiptum bæði við Kína og Bandaríkin.Veikleikinn í aðildarviðræðunumFrá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara. Það kverkatak sem vinstri armur VG hefur náð á ríkisstjórnarsamstarfinu hefur síðan dýpkað þennan vanda til muna.Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram. Grípa þarf tækifæri til sóknar þegar þau gefast. Þá þarf að huga að ýmsum tæknilegum breytingum sem taka mörg ár til að mynda á tölvukerfum varðandi tolla, landbúnaðarstyrki og hagskýrslugerð.Andstaða VG hefur í för með sér að öll stefnumörkun og ákvarðanataka af þessu tagi í samningaferlinu verður vafningasöm í meira lagi. Styrki til tæknilegra breytinga sem nýtast muni Íslandi hvort sem af aðild verður eða ekki má jafnvel ekki hagnýta.Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildarumsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi.Hér þarf annar hvor stjórnarflokkanna að gefa eftir eða báðir að standa á sínu og hætta samstarfinu. Hvort tveggja væri til marks um heiðarlega afstöðu. Fyrir ríkjandi skæklatogi getur enginn borið virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB. Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutningsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarfar. Vitaskuld geta mál verið svo einföld að rök af þessu tagi eigi við. Hér er hins vegar um að ræða eitt viðamesta og flóknasta mál sem komið hefur á dagskrá þjóðmálanna. Því fer fjarri að allar hliðar þess hafi komið fram með þeim hætti að þjóðin geti metið rök og gagnrök í heild sinni. Tillagan bendir til að andstæðingar Evrópusambandsaðildar telji að frekari upplýsingar, áframhaldandi umræða og samningsniðurstaða muni veikja málefnastöðu þeirra. Að öðrum kosti myndu þeir vilja halda ferlinu áfram allt til enda og rökræða málið í lokabúningi. Hitt er einnig áhugavert að flutningsmennirnir vilja ekki að Alþingi sjálft taki afstöðu í málinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá þróun að stjórnmálamenn kjósa fremur að þjóðin leiði þá en að þeir hafi forystu um stefnu sem þjóðin tekur síðan afstöðu til. Ein skýringin á vantraustinu á Alþingi getur verið þessi tilhneiging þingmanna að hafa hlutverkaskipti við þjóðina um forystuskylduna. Bent á aðra kostiSíðari tillagan felur í sér að teknar verði upp tvíhliða fríverslunarviðræður við Bandaríkin í stað aðildarviðræðna við ESB.Merkilegast við þessa tillögu er að þingmenn Heimssýnar eru reiðubúnir til að opna viðræður um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum. Þeir þurfa hins vegar að skýra út hvers vegna frjáls innflutningur á kjöti og mjólk er að þeirra mati hættulaus frá Bandaríkjunum en ógnar þjóðarhagsmunum ef hann kemur frá Evrópu.Annað athyglisvert við þessa tillögu er að með henni fallast þingmenn Heimssýnar á að einmitt núna sé rétti tíminn til að fara í viðræður við aðrar þjóðir í þeim tilgangi að treysta pólitíska og viðskiptalega hagsmuni landsins. Fram til þessa hafa þeir hafnað Evrópuviðræðunum þar sem slíkar viðræður eigi að bíða seinni tíma með því að þjóðin eigi nú að fást við aðra mikilvægari hluti.Með flutningi þessarar tillögu hafa andstæðingar ESB fallið frá helstu röksemd sinni gegn aðildarviðræðum nú. Það er málefnalegt og virðingarvert.Heimssýn hefur frá öndverðu viðurkennt að aukið alþjóðlegt samstarf er Íslendingum lífsnauðsynlegt. Það má bara ekki vera við Evrópuþjóðirnar. Tvíhliða fríverslunarsamningur við Kína var um tíma mótleikurinn. Hann þykir þó ekki fýsilegur eins og á stendur. Frá pólitísku sjónarhorni hefur samningur við Bandaríkin mun jákvæðara yfirbragð.Virða ber að þessi tillöguflutningur sýnir vilja til málefnalegrar umræðu. Á lausnum af þessu tagi eru þó veikleikar. Einn er sá að smáþjóðir hafa yfirleitt talið hagsmunum sínum betur borgið í fjölþjóðlegu samstarfi en með tvíhliða samningum við einstök ríki. Vandséð er að annað eigi við um Ísland. Annar er sá að hinn brýni gjaldmiðilsvandi verður aðeins leystur í fjölþjóðlegu myntsamstarfi sem tvíhliða fríverslunarsamningar bjóða ekki upp á.Síðan þarf að hafa hugfast að stærð og styrkur ESB tryggir aðildarþjóðunum bestu kjör í viðskiptum bæði við Kína og Bandaríkin.Veikleikinn í aðildarviðræðunumFrá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara. Það kverkatak sem vinstri armur VG hefur náð á ríkisstjórnarsamstarfinu hefur síðan dýpkað þennan vanda til muna.Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram. Grípa þarf tækifæri til sóknar þegar þau gefast. Þá þarf að huga að ýmsum tæknilegum breytingum sem taka mörg ár til að mynda á tölvukerfum varðandi tolla, landbúnaðarstyrki og hagskýrslugerð.Andstaða VG hefur í för með sér að öll stefnumörkun og ákvarðanataka af þessu tagi í samningaferlinu verður vafningasöm í meira lagi. Styrki til tæknilegra breytinga sem nýtast muni Íslandi hvort sem af aðild verður eða ekki má jafnvel ekki hagnýta.Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildarumsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi.Hér þarf annar hvor stjórnarflokkanna að gefa eftir eða báðir að standa á sínu og hætta samstarfinu. Hvort tveggja væri til marks um heiðarlega afstöðu. Fyrir ríkjandi skæklatogi getur enginn borið virðingu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun