Þorsteinn Pálsson: Stjórnlaganefnd? Þorsteinn Pálsson skrifar 1. maí 2010 11:02 Njörður P. Njarðvík hefur verið einn skeleggasti og róttækasti talsmaður þess að ráðist verði í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann hefur jafnframt verið talsmaður þess að stofna til stjórnlagaþings. Ríkisstjórnin er með hugmyndir á prjónunum um ráðgefandi stjórnlagaþing. Gild rök hafa verið færð gegn þeirri leið. Fullvíst má því telja að sú aðferð muni valda verulegum deilum á Alþingi. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar er brýnt málefni. Þar eru mörg álitamál uppi. Hætt er hins vegar við að verkefnið lendi í útideyfu ef þrefið um hvernig það skuli rætt verður langvinnt. Í þessu ljósi er ærin ástæða til að virða maklega grein sem Njörður P. Njarðvík skrifaði í vikunni um þetta efni. Þar setti hann fram hugmynd í þeim tilgangi að leysa þá pattstöðu sem málið er komið í. Hugmyndin tekur mið af velheppnaðri skipan rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Hún gerir einfaldlega ráð fyrir að þingið skipi stjórnlaganefnd sjö til níu utanþingsmanna er fái það verkefni að koma fram með nýja stjórnarskrártillögu að tólf til sextán mánuðum liðnum. Þegar þar verður komið sögu getur Alþingi tekið tillögurnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Réttilega er á það bent að Alþingi getur látið endanleg úrslit málsins ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem nú ráða för þessa máls í þingnefnd ættu að hugleiða að hér er greinilega sett fram hugmynd til sátta um málsmeðferð sem hefur það eitt að markmiði að koma í veg fyrir að málið sjálft strandi. Hér búa hyggindi og heilindi að baki. Það væri misráðið að skella skollaeyrum við þegar þannig er talað til Alþingis utan úr þjóðfélaginu. Siðfræðin og forsetaembættið Sérstakur vinnuhópur rannsóknarnefndar Alþingis fékk það verkefni að kanna hvort leita mætti siðfræðilegra skýringa á því sem úrskeiðis fór. Sú vinna er afar merkilegt framlag til þeirrar umræðu sem fram þarf að fara um þessi efni, þótt þar megi finna rökfræðilega veikleika. Framkvæmd á embættisskyldum forseta Íslands þykir hafa verið með þeim hætti að draga verði af því lærdóm. Nefndin leggur því til endurskoðun á þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um hlutverk forseta Íslands. Jafnframt telur hún rétt að settar verði almennar réttarreglur um hlutverk og verkefni forseta Íslands og samskipti hans við önnur ríki. Loks telur nefndin æskilegt að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Engum kemur á óvart að þessi mikla rannsókn á stjórnsýslu og siðferði dragi stjórnmálamenn fram í það ljós. Hitt er þyngra en tárum taki að sjá að þeir siðferðilegu þverbrestir sem starfshópurinn greinir skuli hafa náð til þjóðhöfðingjaembættisins, einingartákns þjóðarinnar. Nú er það svo að reglur tryggja ekki gott siðferði. Siðareglur breyta ekki öllu ef mönnum eru ekki góðir siðir eiginlegir. Hvað sem því líður er óhjákvæmilegt að taka tillögur siðfræðistarfshópsins alvarlega. Það getur auðveldað mönnum að endurreisa traust þessa æðsta embættis þjóðarinnar ef bæði stjórnskipunar- og almennar lagareglur um það eru skýrar. Hvað á að gera? Hafa verður í huga að eftir stjórnarskránni eru það ráðherrar sem bera ábyrgð á athöfnum forseta Íslands. Hafa verður í huga að eftir stjórnarskránni eru það ráðherrar sem bera ábyrgð á athöfnum forseta Íslands. Lögformlega beinist gagnrýni siðfræðivinnuhóps rannsóknarnefndarinnar því að ráðherrum núverandi og undangenginna ríkisstjórna hvort sem mönnum þykir það súrt í brotið eða ekki. Þessi lagalega hlið getur hjálpað mönnum að glöggva sig á því hvar á að byrja. Ekki verður séð að brýnast sé að setja forsetaembættinu siðareglur. Það sem raunverulega fór úrskeiðis lýtur miklu fremur að hinu að mjög lítið er um formlegar reglur sem mæla fyrir um hvernig ráðherrar eiga að fara með vald forseta Íslands og bera ábyrgð á athöfnum hans eins og stjórnarskráin mælir fyrir um; ekki síst eftir að ólögbundin verkefni embættisins margfölduðust. Í þessu ljósi sýnist því eðlilegast að settar verði lagareglur um þetta efni. Þær myndu eftir eðli máls einnig vera leiðbeinandi um hvernig haga á samskiptum forseta við erlend ríki. Í samræmi við formfasta og opna stjórnsýslu þarf lagareglur um að ágreiningsmál forseta og ráðherra eigi að staðreyna, skrá og útkljá í ríkisráði. Siðareglur ætti síðan að vera næsta mál á dagskrá. Þær eiga að taka mið af þeim almennu réttarreglum sem settar verða um ábyrgð ráðherra á athöfnum forseta. Valdsviði forseta og hlutverki verður hins vegar ekki raskað nema með breytingu á stjórnarskrá. Vinnuhópur rannsóknarnefndar bendir réttilega á að í það verk þarf að ráðast. Það er vandasamast og hangir saman við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem vinnuhópurinn telur einnig nauðsynlega í sérstöku áliti sínu um stjórnmálamenningu. Þessu verki þarf að ljúka fyrir næstu forsetakosningar. Það snýr að framtíð en ekki fortíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Njörður P. Njarðvík hefur verið einn skeleggasti og róttækasti talsmaður þess að ráðist verði í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann hefur jafnframt verið talsmaður þess að stofna til stjórnlagaþings. Ríkisstjórnin er með hugmyndir á prjónunum um ráðgefandi stjórnlagaþing. Gild rök hafa verið færð gegn þeirri leið. Fullvíst má því telja að sú aðferð muni valda verulegum deilum á Alþingi. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar er brýnt málefni. Þar eru mörg álitamál uppi. Hætt er hins vegar við að verkefnið lendi í útideyfu ef þrefið um hvernig það skuli rætt verður langvinnt. Í þessu ljósi er ærin ástæða til að virða maklega grein sem Njörður P. Njarðvík skrifaði í vikunni um þetta efni. Þar setti hann fram hugmynd í þeim tilgangi að leysa þá pattstöðu sem málið er komið í. Hugmyndin tekur mið af velheppnaðri skipan rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Hún gerir einfaldlega ráð fyrir að þingið skipi stjórnlaganefnd sjö til níu utanþingsmanna er fái það verkefni að koma fram með nýja stjórnarskrártillögu að tólf til sextán mánuðum liðnum. Þegar þar verður komið sögu getur Alþingi tekið tillögurnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Réttilega er á það bent að Alþingi getur látið endanleg úrslit málsins ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem nú ráða för þessa máls í þingnefnd ættu að hugleiða að hér er greinilega sett fram hugmynd til sátta um málsmeðferð sem hefur það eitt að markmiði að koma í veg fyrir að málið sjálft strandi. Hér búa hyggindi og heilindi að baki. Það væri misráðið að skella skollaeyrum við þegar þannig er talað til Alþingis utan úr þjóðfélaginu. Siðfræðin og forsetaembættið Sérstakur vinnuhópur rannsóknarnefndar Alþingis fékk það verkefni að kanna hvort leita mætti siðfræðilegra skýringa á því sem úrskeiðis fór. Sú vinna er afar merkilegt framlag til þeirrar umræðu sem fram þarf að fara um þessi efni, þótt þar megi finna rökfræðilega veikleika. Framkvæmd á embættisskyldum forseta Íslands þykir hafa verið með þeim hætti að draga verði af því lærdóm. Nefndin leggur því til endurskoðun á þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um hlutverk forseta Íslands. Jafnframt telur hún rétt að settar verði almennar réttarreglur um hlutverk og verkefni forseta Íslands og samskipti hans við önnur ríki. Loks telur nefndin æskilegt að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Engum kemur á óvart að þessi mikla rannsókn á stjórnsýslu og siðferði dragi stjórnmálamenn fram í það ljós. Hitt er þyngra en tárum taki að sjá að þeir siðferðilegu þverbrestir sem starfshópurinn greinir skuli hafa náð til þjóðhöfðingjaembættisins, einingartákns þjóðarinnar. Nú er það svo að reglur tryggja ekki gott siðferði. Siðareglur breyta ekki öllu ef mönnum eru ekki góðir siðir eiginlegir. Hvað sem því líður er óhjákvæmilegt að taka tillögur siðfræðistarfshópsins alvarlega. Það getur auðveldað mönnum að endurreisa traust þessa æðsta embættis þjóðarinnar ef bæði stjórnskipunar- og almennar lagareglur um það eru skýrar. Hvað á að gera? Hafa verður í huga að eftir stjórnarskránni eru það ráðherrar sem bera ábyrgð á athöfnum forseta Íslands. Hafa verður í huga að eftir stjórnarskránni eru það ráðherrar sem bera ábyrgð á athöfnum forseta Íslands. Lögformlega beinist gagnrýni siðfræðivinnuhóps rannsóknarnefndarinnar því að ráðherrum núverandi og undangenginna ríkisstjórna hvort sem mönnum þykir það súrt í brotið eða ekki. Þessi lagalega hlið getur hjálpað mönnum að glöggva sig á því hvar á að byrja. Ekki verður séð að brýnast sé að setja forsetaembættinu siðareglur. Það sem raunverulega fór úrskeiðis lýtur miklu fremur að hinu að mjög lítið er um formlegar reglur sem mæla fyrir um hvernig ráðherrar eiga að fara með vald forseta Íslands og bera ábyrgð á athöfnum hans eins og stjórnarskráin mælir fyrir um; ekki síst eftir að ólögbundin verkefni embættisins margfölduðust. Í þessu ljósi sýnist því eðlilegast að settar verði lagareglur um þetta efni. Þær myndu eftir eðli máls einnig vera leiðbeinandi um hvernig haga á samskiptum forseta við erlend ríki. Í samræmi við formfasta og opna stjórnsýslu þarf lagareglur um að ágreiningsmál forseta og ráðherra eigi að staðreyna, skrá og útkljá í ríkisráði. Siðareglur ætti síðan að vera næsta mál á dagskrá. Þær eiga að taka mið af þeim almennu réttarreglum sem settar verða um ábyrgð ráðherra á athöfnum forseta. Valdsviði forseta og hlutverki verður hins vegar ekki raskað nema með breytingu á stjórnarskrá. Vinnuhópur rannsóknarnefndar bendir réttilega á að í það verk þarf að ráðast. Það er vandasamast og hangir saman við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem vinnuhópurinn telur einnig nauðsynlega í sérstöku áliti sínu um stjórnmálamenningu. Þessu verki þarf að ljúka fyrir næstu forsetakosningar. Það snýr að framtíð en ekki fortíð.