Kaymer vann eftir umspil og ótrúlega dramatík Hjalti Þór Hreinsson skrifar 16. ágúst 2010 09:00 Kaymer. GettyImages Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira