Bókvit og verksvit Jónína Michaelsdóttir skrifar 12. október 2010 06:00 Einn af forfeðrum mínum var um tíma í vinnu hjá stöndugum bónda á Austurlandi, og var vel liðinn. Þótti góður starfskraftur, var handlaginn, hagmæltur og vinnusamur. En þegar fór að draga saman með honum og dóttur bóndans var það ekki liðið. Bóndinn var þægilegur en blátt áfram og umbúðalaus: Pilturinn væri prýðilegur í alla staði, en það kæmi ekki til greina að þau yrðu hjón. Þó að hann væri duglegur væri hann allt of bókhneigður, og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Menn yrðu að vera með allan hugann við búskapinn, ef vel ætti að vera. Þó að sagan vitni um annað, og margir bændur hafi gegnum tíðina komist vel af þó að þeir hafi verið bæði ritfærir og bókhneigðir, var þetta sjónarmið gott og gilt á sínum tíma. Flinkir iðnaðarmennÞegar ég var að vaxa úr grasi var athafnafrelsi krakka á annan veg en nú er. Ég hafði til dæmis mikinn áhuga á því að príla í húsum sem voru í byggingu, ganga á stillönsunum og komast inn ef þess væri kostur. Finna lyktina af steypunni og timbrinu og reyna að sjá fyrir mér hvernig húsið yrði tilbúið. Var stundum með öðrum, en oftast ein. Þegar Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Laugarásnum var í smíðum átti ég þar góðar stundir eitt sumarið, sem og í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg sem var í smíðum þegar ég var í vist í hverfinu, ellefu ára gömul. Naumast þarf að taka fram að þetta príl átti sér oftast stað eftir að smiðirnir voru farnir heim á kvöldin eða um helgar, en stundum var maður líka að þvælast í kringum iðnaðarmennina og spyrja um hitt og þetta. Og þegar ég lít um öxl finnst með með ólíkindum hvað þessir menn voru umburðarlyndir við forvitna krakka. Einnig snillingarnir í vélsmiðju Seyðisfjarðar og karlarnir á bátunum, togaranum Ísólfi á Seyðisfirði og konan sem leyfði mér að koma með sér í fjósið meðan hún mjólkaði, hvenær sem ég vildi. Það myndast oft skemmtilegt andrúmsloft þar sem iðnaðarmenn eru að vinna, og þeir geta skilað óaðfinnanlegu verki, þó að þeir séu að spjalla við félaga sína á meðan. Góðir iðnaðarmenn eru beinlínis listamenn. Nám og næmiÍ dag nýtur bóknám sömu virðingar og vinnusemi og verksvit gerði áður. Reyndar væri orðið líkast til framandi fyrir ungt fólk ef merkingin væri ekki augljós. Bæði á heimilum og vinnustöðum var oft sagt með furðu eða óþolinmæði við ungling sem fórst eitthvað óhönduglega eða gerði hlutina illa: Hvað er að sjá þetta? Hefurðu ekkert verksvit!" Vitið og virðingin á nú heima í bóknáminu. Ekki er talað um verksvit, heldur að fólk sé verklagið. Þegar efnilegt æskufólk velur Iðnskólann er stundum spurt hvort því hafi ekki gengið nógu vel í námi, rétt eins og iðnnám sé eitthvert neyðarúrræði. Háskólamenntað fólk er hreint ekki allt á sömu snúru þótt það hafi fengið sömu menntun. Eitt er að kunna hlutina, annað að skilja þá - ekki síst í stærra samhengi. Við erum svo lánsöm í dag að hver og einn á möguleika á að læra það sem hugurinn stendur til, og við getum farið í nám hvenær sem er á ævinni. Við eigum líka kost á námi í virtustu háskólum í Evrópu og vestanhafs og margir Íslendingar hafa staðið sig framúrskarandi vel. En hvernig væri umhorfs hér á landi ef við ættum ekki framúrskarandi faglega og jafnvel listræna iðnaðarmenn á öllum sviðum? Og hvernig nýttist okkur langskólamenntun og reynsla fjölmargra Íslendinga í viðurkenndum stofnunum víða um heim þegar kreppan var í fæðingu? Skorti þekkingu, skilning eða næmi? Það væri gaman að vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Einn af forfeðrum mínum var um tíma í vinnu hjá stöndugum bónda á Austurlandi, og var vel liðinn. Þótti góður starfskraftur, var handlaginn, hagmæltur og vinnusamur. En þegar fór að draga saman með honum og dóttur bóndans var það ekki liðið. Bóndinn var þægilegur en blátt áfram og umbúðalaus: Pilturinn væri prýðilegur í alla staði, en það kæmi ekki til greina að þau yrðu hjón. Þó að hann væri duglegur væri hann allt of bókhneigður, og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Menn yrðu að vera með allan hugann við búskapinn, ef vel ætti að vera. Þó að sagan vitni um annað, og margir bændur hafi gegnum tíðina komist vel af þó að þeir hafi verið bæði ritfærir og bókhneigðir, var þetta sjónarmið gott og gilt á sínum tíma. Flinkir iðnaðarmennÞegar ég var að vaxa úr grasi var athafnafrelsi krakka á annan veg en nú er. Ég hafði til dæmis mikinn áhuga á því að príla í húsum sem voru í byggingu, ganga á stillönsunum og komast inn ef þess væri kostur. Finna lyktina af steypunni og timbrinu og reyna að sjá fyrir mér hvernig húsið yrði tilbúið. Var stundum með öðrum, en oftast ein. Þegar Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Laugarásnum var í smíðum átti ég þar góðar stundir eitt sumarið, sem og í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg sem var í smíðum þegar ég var í vist í hverfinu, ellefu ára gömul. Naumast þarf að taka fram að þetta príl átti sér oftast stað eftir að smiðirnir voru farnir heim á kvöldin eða um helgar, en stundum var maður líka að þvælast í kringum iðnaðarmennina og spyrja um hitt og þetta. Og þegar ég lít um öxl finnst með með ólíkindum hvað þessir menn voru umburðarlyndir við forvitna krakka. Einnig snillingarnir í vélsmiðju Seyðisfjarðar og karlarnir á bátunum, togaranum Ísólfi á Seyðisfirði og konan sem leyfði mér að koma með sér í fjósið meðan hún mjólkaði, hvenær sem ég vildi. Það myndast oft skemmtilegt andrúmsloft þar sem iðnaðarmenn eru að vinna, og þeir geta skilað óaðfinnanlegu verki, þó að þeir séu að spjalla við félaga sína á meðan. Góðir iðnaðarmenn eru beinlínis listamenn. Nám og næmiÍ dag nýtur bóknám sömu virðingar og vinnusemi og verksvit gerði áður. Reyndar væri orðið líkast til framandi fyrir ungt fólk ef merkingin væri ekki augljós. Bæði á heimilum og vinnustöðum var oft sagt með furðu eða óþolinmæði við ungling sem fórst eitthvað óhönduglega eða gerði hlutina illa: Hvað er að sjá þetta? Hefurðu ekkert verksvit!" Vitið og virðingin á nú heima í bóknáminu. Ekki er talað um verksvit, heldur að fólk sé verklagið. Þegar efnilegt æskufólk velur Iðnskólann er stundum spurt hvort því hafi ekki gengið nógu vel í námi, rétt eins og iðnnám sé eitthvert neyðarúrræði. Háskólamenntað fólk er hreint ekki allt á sömu snúru þótt það hafi fengið sömu menntun. Eitt er að kunna hlutina, annað að skilja þá - ekki síst í stærra samhengi. Við erum svo lánsöm í dag að hver og einn á möguleika á að læra það sem hugurinn stendur til, og við getum farið í nám hvenær sem er á ævinni. Við eigum líka kost á námi í virtustu háskólum í Evrópu og vestanhafs og margir Íslendingar hafa staðið sig framúrskarandi vel. En hvernig væri umhorfs hér á landi ef við ættum ekki framúrskarandi faglega og jafnvel listræna iðnaðarmenn á öllum sviðum? Og hvernig nýttist okkur langskólamenntun og reynsla fjölmargra Íslendinga í viðurkenndum stofnunum víða um heim þegar kreppan var í fæðingu? Skorti þekkingu, skilning eða næmi? Það væri gaman að vita.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun