Ljónið er fast úti í Hrísey í einangrun 25. mars 2010 07:00 Kristín thor og Lee Nelson eða Hekla Katla Jökulsdóttir og Massimo. Sirkus Sóley sýnir í Salnum frá og með sunnudegi. Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. „Í fyrra settum við upp sýninguna Stórasti sirkus Íslands í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við vorum með fimm sýningar og það var alltaf uppselt. Síðan þá höfum við verið að leita að stað til að sýna á og höfum verið að vinna hugmyndavinnu. Svo fór þetta allt í gang í janúar þegar við gátum fest okkur niður á leikhús,“ segir Kristín Thor, einn meðlima sirkusins. „Þetta eru allt ný atriði núna. Að mörgu leyti er þetta hefðbundinn sirkus með öllu sem því fylgir, en við sleppum ljóninu. Það er fast úti í Hrísey í einangrun,“ segir Kristín og hlær. Hún er með mastersgráðu í dansi og segist nota þá reynslu í sirkusnum. Allir meðlimir sirkussins eru íslenskir nema Ástralinn Lee Nelson. Hann og Kristín sýna loftfimleika saman. „Lee kom hingað fyrir fimm árum, er kvæntur íslenskri konu og er eiginlega orðinn hálfíslenskur. Hann hefur mikið komið fram sem trúðurinn Wally og troðið upp úti á götu. Það má eiginlega segja að hann hafi kennt mér allt sem ég kann í sirkus,“ segir Kristín. „Hann fékk leiða á því að hafa ekki nóg að gera hérna svo hann stofnaði sirkusinn árið 2007.“ Kristín segir að Salurinn sé fínn staður fyrir sirkussýningar. „Fólkið á efri svölunum getur séð beint framan í mann þegar maður er kominn upp í fimm metrana. Ég læt mömmu sitja þar svo ég nái augnsambandi við hana.“ Og miðaverðið er hagstætt, 1.200 kr. á manninn. „Við hugsum þetta þannig að fimm manna fjölskylda geti komið og líka keypt nammi og gos án þess að fara á hausinn,“ segir Kristín. Miðasala er hafin á midi.is. drgunni@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. „Í fyrra settum við upp sýninguna Stórasti sirkus Íslands í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við vorum með fimm sýningar og það var alltaf uppselt. Síðan þá höfum við verið að leita að stað til að sýna á og höfum verið að vinna hugmyndavinnu. Svo fór þetta allt í gang í janúar þegar við gátum fest okkur niður á leikhús,“ segir Kristín Thor, einn meðlima sirkusins. „Þetta eru allt ný atriði núna. Að mörgu leyti er þetta hefðbundinn sirkus með öllu sem því fylgir, en við sleppum ljóninu. Það er fast úti í Hrísey í einangrun,“ segir Kristín og hlær. Hún er með mastersgráðu í dansi og segist nota þá reynslu í sirkusnum. Allir meðlimir sirkussins eru íslenskir nema Ástralinn Lee Nelson. Hann og Kristín sýna loftfimleika saman. „Lee kom hingað fyrir fimm árum, er kvæntur íslenskri konu og er eiginlega orðinn hálfíslenskur. Hann hefur mikið komið fram sem trúðurinn Wally og troðið upp úti á götu. Það má eiginlega segja að hann hafi kennt mér allt sem ég kann í sirkus,“ segir Kristín. „Hann fékk leiða á því að hafa ekki nóg að gera hérna svo hann stofnaði sirkusinn árið 2007.“ Kristín segir að Salurinn sé fínn staður fyrir sirkussýningar. „Fólkið á efri svölunum getur séð beint framan í mann þegar maður er kominn upp í fimm metrana. Ég læt mömmu sitja þar svo ég nái augnsambandi við hana.“ Og miðaverðið er hagstætt, 1.200 kr. á manninn. „Við hugsum þetta þannig að fimm manna fjölskylda geti komið og líka keypt nammi og gos án þess að fara á hausinn,“ segir Kristín. Miðasala er hafin á midi.is. drgunni@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira