Eldgos og jarðhræringar Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg en hraunið rennur til austurs og dreifir úr sér innan við kílómetra frá gígnum. Innlent 24.7.2025 06:13 Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Innlent 23.7.2025 18:16 Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29 Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Gosvirkni er enn stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og líkt og í gær er hún bundin við einn gíg. Hraun rennur áfram til austurs í Fagradal. Innlent 23.7.2025 06:27 Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Innlent 22.7.2025 08:36 Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Kraftur í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreyttur en virknin er nú bundin við einn gíg, þar sem virkni í nyrðri gígnum datt niður um tíuleytið í gærkvöldi. Innlent 22.7.2025 06:25 Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. Innlent 21.7.2025 21:02 Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Innlent 21.7.2025 19:46 Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Innlent 21.7.2025 12:00 Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Innlent 21.7.2025 10:20 Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Öll störf almennra hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fellur niður í dag vegna gosmengunar. Frá þessu er greint í skilaboðum frá Vinnuskólanum. Innlent 21.7.2025 09:04 Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. Innlent 21.7.2025 06:39 Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu. Erlent 20.7.2025 10:02 Móðan gæti orðið langvinn Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Innlent 20.7.2025 08:04 Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Innlent 20.7.2025 07:35 Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Virkni eldgossins á Reykjanesskaga er mjög stöðug og búin að vera það frá í gærmorgun. Gosmóðan liggur þétt yfir suðvesturhorninu um þessar mundir og kemur hún ofan í þegar hlýtt og rakt loft. Innlent 19.7.2025 23:43 Gosmóðan heldur áfram Að minnsta kosti tveir gígar eru virkir í eldgosinu á Reykjanesskaga. Búist er við gosmóðu í dag. Innlent 19.7.2025 07:30 Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Innlent 18.7.2025 22:32 Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Innlent 18.7.2025 13:39 Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. Innlent 18.7.2025 11:57 Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. Innlent 17.7.2025 20:44 Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Innlent 17.7.2025 16:20 Gosið lifir enn og mengun norður í landi Eldgosið sem hófst í gærnótt á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en virknin hefur minnkað og er nú að mestu bundin við um tíu gíga. Hraun rennur áfram, einkum til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Rennslið þykir þó að mestu innan fyrirsjáanlegra svæða. Innlent 17.7.2025 16:16 „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. Golf 17.7.2025 16:03 Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Innlent 17.7.2025 15:52 Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. Innlent 17.7.2025 15:48 Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Íslenski boltinn 17.7.2025 13:46 Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Gistihúsaeigandi í Grindavík hefur efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík. Tilefni mótmælanna segir hún mismunun stjórnvalda á hendur ferðaþjónustunni í Grindavík. Innlent 17.7.2025 11:34 Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur? Það er leyfilegt að fara inn í bæinn ef þú ert íbúi eða vinnur þar, en gestir, ferðamenn og viðskiptavinir okkar fá ekki að koma. Þetta kemur sér gríðarlega illa fyrir okkur sem reiðum okkur á gestakomur og ferðamennsku, sérstaklega þegar svæðið er ekki lokað almenningi með formlegum hætti. Skoðun 17.7.2025 10:30 Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 140 ›
Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg en hraunið rennur til austurs og dreifir úr sér innan við kílómetra frá gígnum. Innlent 24.7.2025 06:13
Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Innlent 23.7.2025 18:16
Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29
Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Gosvirkni er enn stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og líkt og í gær er hún bundin við einn gíg. Hraun rennur áfram til austurs í Fagradal. Innlent 23.7.2025 06:27
Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Innlent 22.7.2025 08:36
Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Kraftur í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreyttur en virknin er nú bundin við einn gíg, þar sem virkni í nyrðri gígnum datt niður um tíuleytið í gærkvöldi. Innlent 22.7.2025 06:25
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. Innlent 21.7.2025 21:02
Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Innlent 21.7.2025 19:46
Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Innlent 21.7.2025 12:00
Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Innlent 21.7.2025 10:20
Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Öll störf almennra hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fellur niður í dag vegna gosmengunar. Frá þessu er greint í skilaboðum frá Vinnuskólanum. Innlent 21.7.2025 09:04
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. Innlent 21.7.2025 06:39
Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu. Erlent 20.7.2025 10:02
Móðan gæti orðið langvinn Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Innlent 20.7.2025 08:04
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Innlent 20.7.2025 07:35
Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Virkni eldgossins á Reykjanesskaga er mjög stöðug og búin að vera það frá í gærmorgun. Gosmóðan liggur þétt yfir suðvesturhorninu um þessar mundir og kemur hún ofan í þegar hlýtt og rakt loft. Innlent 19.7.2025 23:43
Gosmóðan heldur áfram Að minnsta kosti tveir gígar eru virkir í eldgosinu á Reykjanesskaga. Búist er við gosmóðu í dag. Innlent 19.7.2025 07:30
Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Innlent 18.7.2025 22:32
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Innlent 18.7.2025 13:39
Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. Innlent 18.7.2025 11:57
Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. Innlent 17.7.2025 20:44
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Innlent 17.7.2025 16:20
Gosið lifir enn og mengun norður í landi Eldgosið sem hófst í gærnótt á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en virknin hefur minnkað og er nú að mestu bundin við um tíu gíga. Hraun rennur áfram, einkum til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Rennslið þykir þó að mestu innan fyrirsjáanlegra svæða. Innlent 17.7.2025 16:16
„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. Golf 17.7.2025 16:03
Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Innlent 17.7.2025 15:52
Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. Innlent 17.7.2025 15:48
Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Íslenski boltinn 17.7.2025 13:46
Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Gistihúsaeigandi í Grindavík hefur efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík. Tilefni mótmælanna segir hún mismunun stjórnvalda á hendur ferðaþjónustunni í Grindavík. Innlent 17.7.2025 11:34
Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur? Það er leyfilegt að fara inn í bæinn ef þú ert íbúi eða vinnur þar, en gestir, ferðamenn og viðskiptavinir okkar fá ekki að koma. Þetta kemur sér gríðarlega illa fyrir okkur sem reiðum okkur á gestakomur og ferðamennsku, sérstaklega þegar svæðið er ekki lokað almenningi með formlegum hætti. Skoðun 17.7.2025 10:30
Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29