Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia

Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. 

Innlent
Fréttamynd

Gosmóðan fýkur á brott

Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Loft­gæði mun betri á höfuð­borgar­svæðinu

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds.

Innlent
Fréttamynd

Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga

Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási.

Innlent
Fréttamynd

Móðan gæti orðið lang­vinn

Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir.

Innlent
Fréttamynd

Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga

Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. 

Innlent
Fréttamynd

Grinda­vík opin fyrir al­menning á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­rek­endur í Grinda­vík argir: „Míga inn um bréfa­lúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“

Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum.

Innlent
Fréttamynd

Gosið lifir enn og mengun norður í landi

Eldgosið sem hófst í gærnótt á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en virknin hefur minnkað og er nú að mestu bundin við um tíu gíga. Hraun rennur áfram, einkum til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Rennslið þykir þó að mestu innan fyrirsjáanlegra svæða.

Innlent
Fréttamynd

„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vand­ræða“

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. 

Golf
Fréttamynd

Grind­víkingar setja þrýsting á lög­reglu­stjóra

Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Leikur Grinda­víkur færður vegna gossins

Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við krefjumst sann­girni og að­gerð strax

Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur? Það er leyfilegt að fara inn í bæinn ef þú ert íbúi eða vinnur þar, en gestir, ferðamenn og viðskiptavinir okkar fá ekki að koma. Þetta kemur sér gríðarlega illa fyrir okkur sem reiðum okkur á gestakomur og ferðamennsku, sérstaklega þegar svæðið er ekki lokað almenningi með formlegum hætti.

Skoðun