Summa lastanna Jón Kaldal skrifar 1. febrúar 2010 06:00 Í fjármálaráðuneytinu er að störfum starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni. Frumvarp byggt á vinnu hópsins verður að öllum líkindum lagt fyrir haustþingið. Meðal þess sem mun vera í skoðun er að lækka áfengiskaupaaldurinn um tvö ár og að heimila takmarkaðar áfengisauglýsingar. Hvort tveggja er framfaraskref frá núverandi lögum. Öllu síðra að starfshópurinn mun ekki vera með í skoðun að leggja til að einkaréttur ríkisins á sölu bjórs og léttvíns verði afnuminn, eins og hefur þó verið vilji meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum um töluvert skeið. Ástæðan fyrir að fólk getur ekki gripið með sér bjórkippu eða rauðvínsflösku um leið og það gerir helgarinnkaupin í matvöruverslunum eru meintir hagsmunir heildarinnar. Áfengir drykkir þykja slík heilsuvá að takmarka þarf að þeim aðgengi og verðleggja hátt. Sérstaklega þarf að gæta þess að halda ungmennum frá því að komast í nálægð við áfengið, og telja fulltrúar ríkisins það betur til þess fallið en aðrir. Engin ástæða er til að deila um að vín getur verið mikill skaðvaldur, þó að auðvitað séu það fyrst og fremst fyllibytturnar sem koma óorði á brennivínið, svo einn sígildur frasi sé settur á flot. Hitt er allt annað mál hvort það að refsa öllum fjöldanum fyrir misnotkun fárra, með því að selja allt áfengi aðeins í sérstökum verslunum ríkisins, hafi áhrif til hins betra á drykkjusiði þjóðarinnar. Ýmislegt bendir til þess að sú aðferðafræði þjóni engum tilgangi. Í því samhengi er mjög athyglisvert að bera saman reynslu Pennsylvaníu við önnur ríki Bandaríkjanna. Í þessu gamla kvekararíki er svo til nákvæmlega sama fyrirkomulag á sölu áfengis og á Íslandi. Ríkið rekur allar vínbúðir og aðgengið er takmarkað. Lögin eru meira að segja svo ströng að þeir sem koma með áfengi með sér frá nærliggjandi ríkjum eiga yfir höfði sér allt að 90 daga í fangelsi. Hvergi í Bandaríkjunum, að Utah meðtöldu, eru jafnströng áfengislög og aðgengið að víni jafn takmarkað og í Pennsylvaníu. Þrátt fyrir þetta drekka íbúar þar svo til jafnmarga lítra að meðaltali á ári og aðrir Bandaríkjamenn. Og þeir eiga í sömu vandræðum vegna áfengisneyslu og íbúar annarra ríkja Bandaríkjanna. Öllu verri ef eitthvað er. Unglingadrykkjan er þannig yfir landsmeðaltalinu og sama gildir um dauðsföll í umferðinni af völdum ökumanna undir áhrifum. Þar eru Pennsylvaníuíbúar í 15. sæti af 51 ríki á meðan íbúar Illinois eru í 32. sæti, en þeir síðarnefndu geta keypt ótakmarkað af sterku, bjór og léttvíni í sínum matvöruverslunum. Þessi tölfræði segir okkur ekki að íbúar Pennsylvaníu séu sérstaklega forhertir og að í Illinois búi betra fólk. Hún bendir einfaldlega til þess að summa lastanna leitar alltaf jafnvægis. Ákveðið hlutfall fólks mun alltaf eiga erfitt með að umgangast vín og aðra vímugjafa sama hvort söluaðilinn er ríkisstarfsmaður eða kaupmaðurinn á horninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Í fjármálaráðuneytinu er að störfum starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni. Frumvarp byggt á vinnu hópsins verður að öllum líkindum lagt fyrir haustþingið. Meðal þess sem mun vera í skoðun er að lækka áfengiskaupaaldurinn um tvö ár og að heimila takmarkaðar áfengisauglýsingar. Hvort tveggja er framfaraskref frá núverandi lögum. Öllu síðra að starfshópurinn mun ekki vera með í skoðun að leggja til að einkaréttur ríkisins á sölu bjórs og léttvíns verði afnuminn, eins og hefur þó verið vilji meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum um töluvert skeið. Ástæðan fyrir að fólk getur ekki gripið með sér bjórkippu eða rauðvínsflösku um leið og það gerir helgarinnkaupin í matvöruverslunum eru meintir hagsmunir heildarinnar. Áfengir drykkir þykja slík heilsuvá að takmarka þarf að þeim aðgengi og verðleggja hátt. Sérstaklega þarf að gæta þess að halda ungmennum frá því að komast í nálægð við áfengið, og telja fulltrúar ríkisins það betur til þess fallið en aðrir. Engin ástæða er til að deila um að vín getur verið mikill skaðvaldur, þó að auðvitað séu það fyrst og fremst fyllibytturnar sem koma óorði á brennivínið, svo einn sígildur frasi sé settur á flot. Hitt er allt annað mál hvort það að refsa öllum fjöldanum fyrir misnotkun fárra, með því að selja allt áfengi aðeins í sérstökum verslunum ríkisins, hafi áhrif til hins betra á drykkjusiði þjóðarinnar. Ýmislegt bendir til þess að sú aðferðafræði þjóni engum tilgangi. Í því samhengi er mjög athyglisvert að bera saman reynslu Pennsylvaníu við önnur ríki Bandaríkjanna. Í þessu gamla kvekararíki er svo til nákvæmlega sama fyrirkomulag á sölu áfengis og á Íslandi. Ríkið rekur allar vínbúðir og aðgengið er takmarkað. Lögin eru meira að segja svo ströng að þeir sem koma með áfengi með sér frá nærliggjandi ríkjum eiga yfir höfði sér allt að 90 daga í fangelsi. Hvergi í Bandaríkjunum, að Utah meðtöldu, eru jafnströng áfengislög og aðgengið að víni jafn takmarkað og í Pennsylvaníu. Þrátt fyrir þetta drekka íbúar þar svo til jafnmarga lítra að meðaltali á ári og aðrir Bandaríkjamenn. Og þeir eiga í sömu vandræðum vegna áfengisneyslu og íbúar annarra ríkja Bandaríkjanna. Öllu verri ef eitthvað er. Unglingadrykkjan er þannig yfir landsmeðaltalinu og sama gildir um dauðsföll í umferðinni af völdum ökumanna undir áhrifum. Þar eru Pennsylvaníuíbúar í 15. sæti af 51 ríki á meðan íbúar Illinois eru í 32. sæti, en þeir síðarnefndu geta keypt ótakmarkað af sterku, bjór og léttvíni í sínum matvöruverslunum. Þessi tölfræði segir okkur ekki að íbúar Pennsylvaníu séu sérstaklega forhertir og að í Illinois búi betra fólk. Hún bendir einfaldlega til þess að summa lastanna leitar alltaf jafnvægis. Ákveðið hlutfall fólks mun alltaf eiga erfitt með að umgangast vín og aðra vímugjafa sama hvort söluaðilinn er ríkisstarfsmaður eða kaupmaðurinn á horninu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun