Lífið

Sláturtíðað hefjast

s.l.á.t.u.r. Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík halda sína aðra tónlistarhátíð á næstu dögum.
s.l.á.t.u.r. Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík halda sína aðra tónlistarhátíð á næstu dögum.

Dagana 29. september til 3. október halda Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) hina árlegu tónlistarhátíð, Sláturtíð, í annað sinn. Um er að ræða hátíð fulla af ágengri, tilraunakenndri og uppátækjasamri tónlist sem margir bendla við framúrstefnu, hliðarstefnu eða jaðarstefnu.

Á hátíðinni má heyra tónverk eftir ýmsa meðlimi samtakanna sem og sérvalin verk eftir erlend ágeng tónskáld. Á hátíðinni verða margir framúrskarandi flytjendur, þar á meðal finnski tónlistarhópurinn Defun Ensemble sem sérhæfir sig í að flytja tónlist sem blandar hefðbundnum hljóðfærum við tölvutónlist.

Einnig koma fram Skmendanikka sem spilar á sérsmíðuð hljóðfæri og hópurinn Fengjastrútur sem er sveigjanlegur og fjölþreifinn tónlistarhópur sem sérhæfir sig í að víkka fyrirfram gefnar hugmyndir um tónlistarflutning. Nánari upplýsingar má finna á Slátur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.