Karlsson sigraði Poulter í spennandi bráðabana – Kaymer efstur á peningalistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. nóvember 2010 17:30 Robert Karlsson með sigurlaunin. Nordic Photos / Getty Images Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira