Scarlett og Gwyneth í Armani-slag á frumsýningu | Myndir 27. apríl 2010 14:00 Scarlett og Gwyneth mættu báðar á rauða dregilinn í fötum frá Armani. Kvikmyndin Iron Man 2 var frumsýnd í Los Angeles í gærkvöldi. Þar var sannkallaður stjörnufans enda er myndin drekkhlaðin þekktum leikurum auk þess að allir í bransaborginni eru gríðarlega spenntir að sjá afraksturinn. Að öðrum ólöstuðum voru það leikkonurnar Scarlett Johanson og Gwyneth Paltrow sem stálu senunni. Þær mættu í sínu fínasta pússi og voru báðar í fötum frá Armani. Skiptar skoðanir eru um hvor hafði betur en margir hallast að Scarlett. Robert Downey Jr. lét ekki leikkonurnar slá sig út af laginu og mætti gríðarlega hress til leiks og reytti af sér brandarana. Enda leikur hann aðalhlutverkið í myndinni, sem er spáð góðu gengi. Er jafnvel gælt við að hún slái sumarmyndamet sem nú er í höndum Batman Begins. Iron Man 2 er frumsýnd hér á landi um næstu helgi. Myndir af Scarlett, Gwyneth og öðrum á frumsýningunni má sjá í safninu hér að neðan.Scarlett Johanson skartaði sínu fegursta.Hún mætti í Armani Privé kjól og tískubloggarar héldu ekki vatni yfir glæsileikanum.Gwyneth Paltrow mætti í Giorgio Armani stuttbuxnafötum.Robert Downey Jr. var megahress með eiginkonuna Susan Downey upp á arminn.Gwyneth leikur aðstoðarkonu Downey í Iron Man 2.Töffarinn Mickey Rourke með blondínukærustunni Anastassija Makarenko.Sly Stallone með eiginkonunni Jennifer Flavin.Samuel L. Jackson leikur einnig í Iron Man-myndunum.Leikkonan Helena Mattson.Adrien Brody svalur á því.Leikkonan Michelle Monaghan.Leikarahjónin Clark Gregg og Jennifer Grey.Downey að djóka.Leikkonan Olivia Munn.Hugh Hefner alltaf mættur í partý.Sam Rockwell og Leslie Bibb. Lífið Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Kvikmyndin Iron Man 2 var frumsýnd í Los Angeles í gærkvöldi. Þar var sannkallaður stjörnufans enda er myndin drekkhlaðin þekktum leikurum auk þess að allir í bransaborginni eru gríðarlega spenntir að sjá afraksturinn. Að öðrum ólöstuðum voru það leikkonurnar Scarlett Johanson og Gwyneth Paltrow sem stálu senunni. Þær mættu í sínu fínasta pússi og voru báðar í fötum frá Armani. Skiptar skoðanir eru um hvor hafði betur en margir hallast að Scarlett. Robert Downey Jr. lét ekki leikkonurnar slá sig út af laginu og mætti gríðarlega hress til leiks og reytti af sér brandarana. Enda leikur hann aðalhlutverkið í myndinni, sem er spáð góðu gengi. Er jafnvel gælt við að hún slái sumarmyndamet sem nú er í höndum Batman Begins. Iron Man 2 er frumsýnd hér á landi um næstu helgi. Myndir af Scarlett, Gwyneth og öðrum á frumsýningunni má sjá í safninu hér að neðan.Scarlett Johanson skartaði sínu fegursta.Hún mætti í Armani Privé kjól og tískubloggarar héldu ekki vatni yfir glæsileikanum.Gwyneth Paltrow mætti í Giorgio Armani stuttbuxnafötum.Robert Downey Jr. var megahress með eiginkonuna Susan Downey upp á arminn.Gwyneth leikur aðstoðarkonu Downey í Iron Man 2.Töffarinn Mickey Rourke með blondínukærustunni Anastassija Makarenko.Sly Stallone með eiginkonunni Jennifer Flavin.Samuel L. Jackson leikur einnig í Iron Man-myndunum.Leikkonan Helena Mattson.Adrien Brody svalur á því.Leikkonan Michelle Monaghan.Leikarahjónin Clark Gregg og Jennifer Grey.Downey að djóka.Leikkonan Olivia Munn.Hugh Hefner alltaf mættur í partý.Sam Rockwell og Leslie Bibb.
Lífið Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira