Kvennalandsliðs Íslands í fótbolta leikur lokaleik sinn í b-riðli á Algarve Cup á morgun þegar liðið mætir Noregi.
Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í mótinu, gegn Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn sem hefst kl. 15.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir.
Hægri bakvörður: Sif Atladóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Erna B. Sigurðardóttir
Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir
Hægri kantur: Rakel Logadóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir