Ritstjóri Vogue í Bandaríkjunum, Anna Wintour, og sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey söfnuðu saman helstu stjörnum Bandaríkjanna í kjólaveislu ársins um á mánudaginn.
Þetta var árleg fjármögnunarveisla Metropolitan-safnsins í New York og voru þær Anna og Oprah veislustjórar. Löng lína af stjörnum úr tónlistar- og kvikmyndageiranum mætti á svæðið en allar voru þær klæddar upp af þekktustu hönnuðum dagsins í dag.
Anne Wintour hringdi í í Lady Gaga nokkru fyrir veisluna og fékk hana til að troða upp. Þegar stóra stundin rann upp læsti Lady Gaga sig aftur á móti inni í búningsherbergi og neitaði að koma út á rauða dregilinn og síðan á sviðið. Þetta bjó til mikla dramatík sem endaði með því að sjálf Oprah var komin á hurðina. Hún kann sína sálfræði og náði að róa Lady Gaga niður og hélt hún síðan á sviðið.
Nokkrir slógu í gegn á rauða dreglinum, þeirra á meðal söngkonan Katy Perry. Hún var í kjól með ljósum innanundir og sagðist mæta fyrir hönd stelpna sem óttast ekki að fara sína eigin leið.
Í myndasafninu fyrir neðan er að finna fjöldan allan af myndum af rauða dreglinum í New York á mánudaginn.