Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings 19. apríl 2010 04:00 Einn af helstu hluthöfum Kaupþings lenti í miklum hremmingum þegar dyr lokuðust á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2008 og greip til ýmissa ráða til að halda verði hlutabréfa í bankanum uppi. Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira