Skólar bornir saman Ólafur Stephensen skrifar 4. júní 2010 06:00 Nú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér. Við þessar aðstæður hlýtur vandaður undirbúningur að skipta mestu máli. Menntamálaráðuneytið er nú væntanlega í óðaönn að safna upplýsingum til að geta borið saman frammistöðu háskólanna og metið hvar skattgreiðendur fá mest fyrir peningana sína. Ekki er hægt að halda áfram að sinna öllu, sem nú er sinnt, þannig að þá verður að forgangsraða í þágu þeirra skóla eða námsleiða, þar sem mestur árangur næst með lægstum tilkostnaði. Ráðuneytið hlýtur m.a. að horfa til þess hvar flestir útskrifast með háskólapróf miðað við þá fjármuni, sem skólunum eru lagðir til. Þær tölur verður að sjálfsögðu að setja í samhengi við gæðamat á náminu, því að magn er ekki sama og gæði. Slíkur gæðasamanburður ætti reyndar að liggja frammi opinberlega líkt og í ýmsum nágrannalöndum okkar, þannig að háskólarnir geti borið sig saman og nemendur, sem þurfa að velja á milli þeirra, hafi í höndum óháð mat á frammistöðu skólanna. Núverandi kerfi fjármögnunar skólanna er að sumu leyti gallað, því að þar er meðal annars miðað við „þreyttar einingar", þ.e. hversu margir nemendur undirgangast próf í tilteknum áföngum, án þess að horft sé til þess hvort þeir standast prófið eður ei. Þannig má segja að skóli, þar sem nemendur eru af lítilli alvöru í náminu og sitja oft í sama áfanganum, njóti þess í meiri fjárframlögum frá ríkinu. Í íslenzka háskólakerfinu er enn of mikið af fólki, sem þiggur dýra kennslu árum saman en sýnir lítinn árangur og lýkur ekki námi. Oft er vakin athygli á því hversu gríðarlega margir stunda háskólanám á Íslandi miðað við önnur lönd, en hlutfall þeirra sem klára dæmið og útskrifast með háskólamenntun er ekki jafnhátt. Niðurskurður í háskólunum hlýtur fremur að eiga að bitna á eilífðarstúdentunum en hinum sem eru duglegir, klára nám á tilsettum tíma og koma sér út í atvinnulífið að skapa verðmæti. Ráðuneytið ætti líka að kanna hvernig nemendum skólanna hefur vegnað. Gengur nemendum eins skóla betur á vinnumarkaðnum en öðrum? Á ekki að vera tiltölulega einfalt að afla upplýsinga um það? Menntamálaráðherrann hlýtur sömuleiðis að vilja hafa í höndum samanburð á því hvernig skólarnir standa sig í rannsóknum, til dæmis hvað vísindamenn þeirra hafa birt margar greinar í viðurkenndum vísindatímaritum, og hversu miklar fjárveitingar úr vösum skattgreiðenda liggja þar að baki. Hún hlýtur aukinheldur að vilja vita hvernig skólarnir hafa staðið sig í nýsköpun; stuðla þeir að því að til verði sprotafyrirtæki sem laða að fjárfesta, skapa ný störf og stuðla þannig að því að hjálpa Íslandi út úr kreppunni? Katrín ráðherra getur ekki viljað skera niður af handahófi og ekki heldur flatt yfir alla skóla og deildir, heldur af einhverju viti, þannig að þeir takmörkuðu peningar sem til eru nýtist sem bezt. Þá þarf hún að vinna heimavinnuna sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Nú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér. Við þessar aðstæður hlýtur vandaður undirbúningur að skipta mestu máli. Menntamálaráðuneytið er nú væntanlega í óðaönn að safna upplýsingum til að geta borið saman frammistöðu háskólanna og metið hvar skattgreiðendur fá mest fyrir peningana sína. Ekki er hægt að halda áfram að sinna öllu, sem nú er sinnt, þannig að þá verður að forgangsraða í þágu þeirra skóla eða námsleiða, þar sem mestur árangur næst með lægstum tilkostnaði. Ráðuneytið hlýtur m.a. að horfa til þess hvar flestir útskrifast með háskólapróf miðað við þá fjármuni, sem skólunum eru lagðir til. Þær tölur verður að sjálfsögðu að setja í samhengi við gæðamat á náminu, því að magn er ekki sama og gæði. Slíkur gæðasamanburður ætti reyndar að liggja frammi opinberlega líkt og í ýmsum nágrannalöndum okkar, þannig að háskólarnir geti borið sig saman og nemendur, sem þurfa að velja á milli þeirra, hafi í höndum óháð mat á frammistöðu skólanna. Núverandi kerfi fjármögnunar skólanna er að sumu leyti gallað, því að þar er meðal annars miðað við „þreyttar einingar", þ.e. hversu margir nemendur undirgangast próf í tilteknum áföngum, án þess að horft sé til þess hvort þeir standast prófið eður ei. Þannig má segja að skóli, þar sem nemendur eru af lítilli alvöru í náminu og sitja oft í sama áfanganum, njóti þess í meiri fjárframlögum frá ríkinu. Í íslenzka háskólakerfinu er enn of mikið af fólki, sem þiggur dýra kennslu árum saman en sýnir lítinn árangur og lýkur ekki námi. Oft er vakin athygli á því hversu gríðarlega margir stunda háskólanám á Íslandi miðað við önnur lönd, en hlutfall þeirra sem klára dæmið og útskrifast með háskólamenntun er ekki jafnhátt. Niðurskurður í háskólunum hlýtur fremur að eiga að bitna á eilífðarstúdentunum en hinum sem eru duglegir, klára nám á tilsettum tíma og koma sér út í atvinnulífið að skapa verðmæti. Ráðuneytið ætti líka að kanna hvernig nemendum skólanna hefur vegnað. Gengur nemendum eins skóla betur á vinnumarkaðnum en öðrum? Á ekki að vera tiltölulega einfalt að afla upplýsinga um það? Menntamálaráðherrann hlýtur sömuleiðis að vilja hafa í höndum samanburð á því hvernig skólarnir standa sig í rannsóknum, til dæmis hvað vísindamenn þeirra hafa birt margar greinar í viðurkenndum vísindatímaritum, og hversu miklar fjárveitingar úr vösum skattgreiðenda liggja þar að baki. Hún hlýtur aukinheldur að vilja vita hvernig skólarnir hafa staðið sig í nýsköpun; stuðla þeir að því að til verði sprotafyrirtæki sem laða að fjárfesta, skapa ný störf og stuðla þannig að því að hjálpa Íslandi út úr kreppunni? Katrín ráðherra getur ekki viljað skera niður af handahófi og ekki heldur flatt yfir alla skóla og deildir, heldur af einhverju viti, þannig að þeir takmörkuðu peningar sem til eru nýtist sem bezt. Þá þarf hún að vinna heimavinnuna sína.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun