Sport

Jakob Jóhann tveimur sætum frá undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Eyþór

Jakob Jóhann Sveinsson hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50m laug í dag þegar hann synti í undanrásum í 100 metra bringusundi. Þetta var fyrsta af þremur greinum sem Jakob syndir á mótinu.

Jakob synti 100 metra bringusund á 1.01,70 mínútum eða 38 hundraðshlutum lakari tíma þegar hann setti Íslandsmet á HM í Róm í fyrra.

Jakob endaði í 18. sæti en til að komst í undanúrslit þurfti hann að ná 16. sætinu. Norðmaðurinn Alexander Dale Oen náði besta tímanum í riðlunum en hann synti á 1.00,48 mínútum.

Næsta sund Jakobs er 200m bringusund og syndir hann það á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×