Sérherbergi Charlotte Böving skrifar 16. september 2010 06:00 Í frægri bók Virginiu Woolf, Sérherbergi, slær hún því föstu að nauðsyn sé hverri listakonu að eiga eigið herbergi. Sér rými, þar sem hún getur þróað sitt eigið sjálfstæða samband við lífið og sköpunargáfu sína. Þetta eru augljós sannindi, sem margar konur þurfa enn að berjast fyrir. Með stór og lítil börn á heimilinu og sameiginlega vinnuaðstöðu með eiginmanninum, á ég mér ekkert sérherbergi. Í raun á ég engan heilagan stað, þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir geta ekki fiktað, rótað eða aðeins fengið eitthvað lánað. Ég fæ ekki einu sinni að hafa koddann minn óhreyfðan. Eða budduna, sem litlir tveggja ára fingur fara strax að kanna, ef taskan mín lendir á gólfinu. Tölvan er batteríslaus þegar ég opna hana, þótt ég viti að hún hafi verið fullhlaðin tveimur tímum áður. Hjónarúmið verður fyrir árás um nætur af hóstandi börnum, sem helst vilja liggja þversum eða biðja um vatn eða epli í morgunsárið. Sérherbergi er orðið óáþreifanlegur draumur. Og stundum þrái ég aftur litlu klúbb-herbergin, sem ég bjó í á námsárum mínum, þar sem ekki var pláss fyrir annað en rúm og skrifborð og það hugsanlega drasl sem ég skildi eftir á morgnana lá enn á „sínum stað" þegar heim kom. Þegar maður verður par og eignast fjölskyldu skilur maður eftir hluta af sjálfinu og sameiginlegt líf tekur við. Sameiginlega rýmið, þar sem við deilum öllu - og þegar ég segi öllu, meina ég ÖLLU, líka tannburstum! En ef þú hefur skilið eftir hluta af sjálfinu þegar þú eignaðist fjölskyldu, hlýtur að vera möguleiki á að finna það aftur, þar sem það var skilið eftir? Kannski er sérherbergið til þess; að finna það sem var skilið eftir, það sem varst þú áður en þú varðst hluti af þessu sameiginlega, áður en þú varðst meistari málamiðlunar? Það er alltaf hætta á því að þú komir að tómum kofanum fyrst um sinn og veltir því fyrir þér: „Er ekkert eftir sem er bara ég?" En með tímanum held ég að sérherbergið eigi eftir að sefa óróleikann og mynda jarðveg fyrir þá þróun og sköpun sem Virginia skrifaði um. Eftir dvöl í sérherberginu stígur maður fram í sameiginlega rýmið heilli og afmarkaðri og reiðubúin í margar kærleiksríkar málamiðlanir. Það er draumur minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun
Í frægri bók Virginiu Woolf, Sérherbergi, slær hún því föstu að nauðsyn sé hverri listakonu að eiga eigið herbergi. Sér rými, þar sem hún getur þróað sitt eigið sjálfstæða samband við lífið og sköpunargáfu sína. Þetta eru augljós sannindi, sem margar konur þurfa enn að berjast fyrir. Með stór og lítil börn á heimilinu og sameiginlega vinnuaðstöðu með eiginmanninum, á ég mér ekkert sérherbergi. Í raun á ég engan heilagan stað, þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir geta ekki fiktað, rótað eða aðeins fengið eitthvað lánað. Ég fæ ekki einu sinni að hafa koddann minn óhreyfðan. Eða budduna, sem litlir tveggja ára fingur fara strax að kanna, ef taskan mín lendir á gólfinu. Tölvan er batteríslaus þegar ég opna hana, þótt ég viti að hún hafi verið fullhlaðin tveimur tímum áður. Hjónarúmið verður fyrir árás um nætur af hóstandi börnum, sem helst vilja liggja þversum eða biðja um vatn eða epli í morgunsárið. Sérherbergi er orðið óáþreifanlegur draumur. Og stundum þrái ég aftur litlu klúbb-herbergin, sem ég bjó í á námsárum mínum, þar sem ekki var pláss fyrir annað en rúm og skrifborð og það hugsanlega drasl sem ég skildi eftir á morgnana lá enn á „sínum stað" þegar heim kom. Þegar maður verður par og eignast fjölskyldu skilur maður eftir hluta af sjálfinu og sameiginlegt líf tekur við. Sameiginlega rýmið, þar sem við deilum öllu - og þegar ég segi öllu, meina ég ÖLLU, líka tannburstum! En ef þú hefur skilið eftir hluta af sjálfinu þegar þú eignaðist fjölskyldu, hlýtur að vera möguleiki á að finna það aftur, þar sem það var skilið eftir? Kannski er sérherbergið til þess; að finna það sem var skilið eftir, það sem varst þú áður en þú varðst hluti af þessu sameiginlega, áður en þú varðst meistari málamiðlunar? Það er alltaf hætta á því að þú komir að tómum kofanum fyrst um sinn og veltir því fyrir þér: „Er ekkert eftir sem er bara ég?" En með tímanum held ég að sérherbergið eigi eftir að sefa óróleikann og mynda jarðveg fyrir þá þróun og sköpun sem Virginia skrifaði um. Eftir dvöl í sérherberginu stígur maður fram í sameiginlega rýmið heilli og afmarkaðri og reiðubúin í margar kærleiksríkar málamiðlanir. Það er draumur minn.