Friður á Balkanskaga Þorvaldur Gylfason skrifar 1. apríl 2010 06:00 Öldin sem leið kvaddi líkt og hún heilsaði: með blóðugu stríði á Balkanskaga. Fyrsta stríðið brauzt út 1912, þegar Búlgarar, Grikkir og Serbar reyndu að brjótast undan yfirráðum Tyrkja og Serbar reyndu að tryggja sér aðgang að Adríahafi, en Serbía var og er landlukt. Árið eftir hófst annað stríð, og þar börðust einnig Makedónar og Svartfellingar auk fyrr nefndra þjóða. Byssuskotið í SarajevóÁrið þar á eftir, 1914, kveikti eitt byssuskot í Sarajevó, höfuðborg Bosníu, styrjaldarbál um alla álfuna. Fyrri heimsstyrjöldin 1914-1918 kostaði 19 milljónir mannslífa. Stríðinu lauk með friðarsamningum, sem lögðu þungar kvaðir á Þjóðverja og grunninn að nýrri heimsstyrjöld 1939-1945, og hún kostaði 50-60 milljónir mannslífa. Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 leystist Júgóslavía upp í frumeindir sínar, sex sjálfstæð ríki (Bosníu, Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Slóveníu og Svartfjallaland), eins og hún hafði gert í síðari heimsstyrjöldinni. Til þess voru háð ekki færri en fimm borgarastríð á Balkanskaganum 1991-2001. Ófriðurinn leiddi af sér mannfall og voðaverk. Tvær og hálf milljónir manns misstu heimili sín, og 300.000 manns týndu lífi.Þessar hörmungar áttu sér stað fyrir aðeins 10-20 árum í Evrópu, örstutt frá landamærum ESB. En nú ríkir friður á svæðinu. Nokkrir helztu sökudólgarnir hafa verið dregnir til ábyrgðar frammi fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag. Löndin á Balkanskaga eru ekki lengur púðurtunna eins og á fyrri tíð. Svo er einkum fyrir að þakka frjálsum viðskiptum að undirlagi ESB og von Balkanþjóðanna um að komast inn í ESB sem fyrst líkt og Grikkland, Búlgaría og Rúmenía. Sænski hagfræðingurinn Per Magnus Wijkman, fyrrum aðalhagfræðingur Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA), lýsir þróuninni vel í nýrri bók, Frihandel för fred (2009). Fríverzlun er þaulreynt tæki til að stilla til friðar meðal gamalla óvinaþjóða og lyfta lífskjörum almennings. FriðarbandalagEvrópusambandið var sett á laggirnar í áföngum eftir síðari heimsstyrjöldina til að tryggja frið í álfunni. Þetta tókst, en þó ekki á Balkanskaga fyrr en eftir 2000. Fjölgun sambandsríkjanna tekur tíma. Slóvenía er eina landið, sem var áður hluti Júgóslavíu og er nú í ESB. Slóvenía gekk þangað inn 2004. Næst kemur röðin að Króatíu, trúlega 2012. Eitt af öðru munu löndin á Balkanskaga trúlega fá inngöngu í ESB. Þannig verður hægt að ljúka ætlunarverki stofnenda ESB, en það var að tryggja varanlegan frið í Evrópu allri. Tyrkland og EESÞá hljóta böndin að berast að Tyrklandi. Þar búa rösklega sjötíu milljónir manna og bíða þess, að ESB veiti þeim inngöngu. ESB hikar í málinu meðal annars vegna mannréttindabrota í Tyrklandi, en fleira hangir á spýtunni. Tyrkland er í reyndinni tvö lönd. Annað er Evrópuland á gömlum meiði, eitt af stofnríkjum NATO, en hitt er Asíuland með sterkar taugar til Arabalandanna í Austurlöndum nær. Efasemdir um, að Tyrkland eigi heima í ESB, snúa einkum að austurhluta landsins, þar sem minna fer fyrir evrópskum menningarhefðum en í Istanbúl og nærsveitum í vestanverðu landinu.Frökkum, Þjóðverjum og öðrum er umhugað um að koma til móts við Tyrki án þess þó að veita þeim að svo stöddu færi á að semja um aðild að ESB. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort til greina komi að bjóða Tyrkjum aðild að EFTA og EES-samningnum, þar eð hann felur í sér aukaaðild að ESB án áskriftar að sameiginlegri landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu ESB og án áskriftar að evrunni. EES-samningnum var einmitt ætlað að vera þjálfunarbúðir og biðstofa handa löndum, sem þurftu tíma til að ákveða, hvort þau vildu gerast fullgildir aðilar að ESB. Í Tyrklandsmálinu þarf ESB umþóttunartíma. Með tilboði um aðild að EES væri Tyrkjum veitt færi á að tengjast Evrópu nánari böndum, sem gætu orðið til að efla frið og styrkja umbótasinna í Tyrklandi og veikja afturhaldsöflin, sem horfa frekar til Arabaríkjanna en Evrópu. Öll gömlu EFTA-löndin önnur en Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss hafa kosið að ganga í ESB. EES-samningurinn myndi gegna upprunalegu hlutverki sínu enn betur en hann gerir nú, væri hann notaður sem umgerð utan um nánari tengsl milli Tyrklands og Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Öldin sem leið kvaddi líkt og hún heilsaði: með blóðugu stríði á Balkanskaga. Fyrsta stríðið brauzt út 1912, þegar Búlgarar, Grikkir og Serbar reyndu að brjótast undan yfirráðum Tyrkja og Serbar reyndu að tryggja sér aðgang að Adríahafi, en Serbía var og er landlukt. Árið eftir hófst annað stríð, og þar börðust einnig Makedónar og Svartfellingar auk fyrr nefndra þjóða. Byssuskotið í SarajevóÁrið þar á eftir, 1914, kveikti eitt byssuskot í Sarajevó, höfuðborg Bosníu, styrjaldarbál um alla álfuna. Fyrri heimsstyrjöldin 1914-1918 kostaði 19 milljónir mannslífa. Stríðinu lauk með friðarsamningum, sem lögðu þungar kvaðir á Þjóðverja og grunninn að nýrri heimsstyrjöld 1939-1945, og hún kostaði 50-60 milljónir mannslífa. Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 leystist Júgóslavía upp í frumeindir sínar, sex sjálfstæð ríki (Bosníu, Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Slóveníu og Svartfjallaland), eins og hún hafði gert í síðari heimsstyrjöldinni. Til þess voru háð ekki færri en fimm borgarastríð á Balkanskaganum 1991-2001. Ófriðurinn leiddi af sér mannfall og voðaverk. Tvær og hálf milljónir manns misstu heimili sín, og 300.000 manns týndu lífi.Þessar hörmungar áttu sér stað fyrir aðeins 10-20 árum í Evrópu, örstutt frá landamærum ESB. En nú ríkir friður á svæðinu. Nokkrir helztu sökudólgarnir hafa verið dregnir til ábyrgðar frammi fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag. Löndin á Balkanskaga eru ekki lengur púðurtunna eins og á fyrri tíð. Svo er einkum fyrir að þakka frjálsum viðskiptum að undirlagi ESB og von Balkanþjóðanna um að komast inn í ESB sem fyrst líkt og Grikkland, Búlgaría og Rúmenía. Sænski hagfræðingurinn Per Magnus Wijkman, fyrrum aðalhagfræðingur Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA), lýsir þróuninni vel í nýrri bók, Frihandel för fred (2009). Fríverzlun er þaulreynt tæki til að stilla til friðar meðal gamalla óvinaþjóða og lyfta lífskjörum almennings. FriðarbandalagEvrópusambandið var sett á laggirnar í áföngum eftir síðari heimsstyrjöldina til að tryggja frið í álfunni. Þetta tókst, en þó ekki á Balkanskaga fyrr en eftir 2000. Fjölgun sambandsríkjanna tekur tíma. Slóvenía er eina landið, sem var áður hluti Júgóslavíu og er nú í ESB. Slóvenía gekk þangað inn 2004. Næst kemur röðin að Króatíu, trúlega 2012. Eitt af öðru munu löndin á Balkanskaga trúlega fá inngöngu í ESB. Þannig verður hægt að ljúka ætlunarverki stofnenda ESB, en það var að tryggja varanlegan frið í Evrópu allri. Tyrkland og EESÞá hljóta böndin að berast að Tyrklandi. Þar búa rösklega sjötíu milljónir manna og bíða þess, að ESB veiti þeim inngöngu. ESB hikar í málinu meðal annars vegna mannréttindabrota í Tyrklandi, en fleira hangir á spýtunni. Tyrkland er í reyndinni tvö lönd. Annað er Evrópuland á gömlum meiði, eitt af stofnríkjum NATO, en hitt er Asíuland með sterkar taugar til Arabalandanna í Austurlöndum nær. Efasemdir um, að Tyrkland eigi heima í ESB, snúa einkum að austurhluta landsins, þar sem minna fer fyrir evrópskum menningarhefðum en í Istanbúl og nærsveitum í vestanverðu landinu.Frökkum, Þjóðverjum og öðrum er umhugað um að koma til móts við Tyrki án þess þó að veita þeim að svo stöddu færi á að semja um aðild að ESB. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort til greina komi að bjóða Tyrkjum aðild að EFTA og EES-samningnum, þar eð hann felur í sér aukaaðild að ESB án áskriftar að sameiginlegri landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu ESB og án áskriftar að evrunni. EES-samningnum var einmitt ætlað að vera þjálfunarbúðir og biðstofa handa löndum, sem þurftu tíma til að ákveða, hvort þau vildu gerast fullgildir aðilar að ESB. Í Tyrklandsmálinu þarf ESB umþóttunartíma. Með tilboði um aðild að EES væri Tyrkjum veitt færi á að tengjast Evrópu nánari böndum, sem gætu orðið til að efla frið og styrkja umbótasinna í Tyrklandi og veikja afturhaldsöflin, sem horfa frekar til Arabaríkjanna en Evrópu. Öll gömlu EFTA-löndin önnur en Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss hafa kosið að ganga í ESB. EES-samningurinn myndi gegna upprunalegu hlutverki sínu enn betur en hann gerir nú, væri hann notaður sem umgerð utan um nánari tengsl milli Tyrklands og Evrópu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun