Gordjöss Sigurður Árni Þórðarson skrifar 27. desember 2010 05:00 Diskóeyjan heillar. Hinn ljóðlipri baggalútur Bragi Valdimar Skúlason gerði þá kostulega plötu og Páll Óskar syngur lagið nr. 13: "Ég er flottur, ég er frægur, ég er kandís kandífloss." Textinn heldur áfram í sjálfumglöðum gír: "…sjáið bara þennan búk, instant klassík... Ég er fagur, ég er fríður, ég er glamúr gúmmelað." Börnin syngja með innlifun og þeir eldri muldra með: "Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir verið töff. Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss eins og ég. Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir meikað' það eins og ég." Textinn er kannski sem plástur eða samfélagsterapía fyrir þjóð, sem hefur lent í hruni og krassað. Flott þrátt fyrir fárið, fabulöss þrátt fyrir fjármálaóreiðuna, instant klassík, já alla vega í hagfræðibókum heimsins! Meikað og glamúr. Ég fór að hlusta og greina. Textinn eru orð þess sem bara er upptekinn af sjálfum sér, boðskapur sem rímar við sjálfhyggju, sem leiddi til hruns enda er textinn fluttur af "vonda kallinum" í fönkóperu Diskóeyjunnar. Dregin er upp mynd yfirborðsmennsku og sjálfselsku. Þetta er mannsýn sýndarhyggju og efnisdýrkunar, sem er andstæða boðskapar aðventu og jóla. Sá sem segir sjálfan sig svo flottan, dúndur, diskó og mikið í sig lagt - er andstæða jólabarnsins. Jesús Kristur kom í heim, sem var fjarri því að vera dúndur diskó og sóttist ekki eftir frægð heldur að lífga. Hin kristna saga er túlkunarsaga um inntak fremur en um atburði. Hún er um þig, merkingu og gildi. Líf og boðskapur Jesú er fyrirmynd og sýnikennsla um lífið sjálft. Við þurfum ekki handbók um aðferð til að lifa heldur persónu, sem er vinur okkar og fylgdarmaður, leiðtogi og þjónn - þann sem útdeilir lífi og eflir aðra. Diskóeyjan nr. 13 túlkar hamingjuskerta yfirborðsmennsku þeirra sem bara taka en gefa ekki. Diskóeyjan vakti spurningar um eðli jóla og okkur og Jesú Krist. Menn lifa ekki af sjálfum sér og í krafti eigin gloríu. Það er enginn fallegur og stórkostlegur bara af sjálfum sér. Það er Guð sem er gordjöss og sáldrar gæðum til allra. Jólaljóð fjórða guðspjallsins orðar þetta svo: "Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Í honum var líf … ljós mannanna." Það er sá sem er gordjöss og gefur jólafílinginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Diskóeyjan heillar. Hinn ljóðlipri baggalútur Bragi Valdimar Skúlason gerði þá kostulega plötu og Páll Óskar syngur lagið nr. 13: "Ég er flottur, ég er frægur, ég er kandís kandífloss." Textinn heldur áfram í sjálfumglöðum gír: "…sjáið bara þennan búk, instant klassík... Ég er fagur, ég er fríður, ég er glamúr gúmmelað." Börnin syngja með innlifun og þeir eldri muldra með: "Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir verið töff. Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss eins og ég. Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir meikað' það eins og ég." Textinn er kannski sem plástur eða samfélagsterapía fyrir þjóð, sem hefur lent í hruni og krassað. Flott þrátt fyrir fárið, fabulöss þrátt fyrir fjármálaóreiðuna, instant klassík, já alla vega í hagfræðibókum heimsins! Meikað og glamúr. Ég fór að hlusta og greina. Textinn eru orð þess sem bara er upptekinn af sjálfum sér, boðskapur sem rímar við sjálfhyggju, sem leiddi til hruns enda er textinn fluttur af "vonda kallinum" í fönkóperu Diskóeyjunnar. Dregin er upp mynd yfirborðsmennsku og sjálfselsku. Þetta er mannsýn sýndarhyggju og efnisdýrkunar, sem er andstæða boðskapar aðventu og jóla. Sá sem segir sjálfan sig svo flottan, dúndur, diskó og mikið í sig lagt - er andstæða jólabarnsins. Jesús Kristur kom í heim, sem var fjarri því að vera dúndur diskó og sóttist ekki eftir frægð heldur að lífga. Hin kristna saga er túlkunarsaga um inntak fremur en um atburði. Hún er um þig, merkingu og gildi. Líf og boðskapur Jesú er fyrirmynd og sýnikennsla um lífið sjálft. Við þurfum ekki handbók um aðferð til að lifa heldur persónu, sem er vinur okkar og fylgdarmaður, leiðtogi og þjónn - þann sem útdeilir lífi og eflir aðra. Diskóeyjan nr. 13 túlkar hamingjuskerta yfirborðsmennsku þeirra sem bara taka en gefa ekki. Diskóeyjan vakti spurningar um eðli jóla og okkur og Jesú Krist. Menn lifa ekki af sjálfum sér og í krafti eigin gloríu. Það er enginn fallegur og stórkostlegur bara af sjálfum sér. Það er Guð sem er gordjöss og sáldrar gæðum til allra. Jólaljóð fjórða guðspjallsins orðar þetta svo: "Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Í honum var líf … ljós mannanna." Það er sá sem er gordjöss og gefur jólafílinginn.