Ókind rýfur fjögurra ára þögn 2. september 2010 22:00 Hljómsveitin Ókind rís upp frá dauðum á laugardagskvöld eftir fjögurra ára þögn. Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira