Í Bóksölunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. september 2010 06:00 Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið - framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Mér fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfirleitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?" Þetta er ekki fyrirspurnin sem þú vilt heyra við afgreiðsluborð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja" og „óekki" til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. Einn samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu," sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?" „Já." „Og er þessi bók til prófs þar?" „Já, það held ég." „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?" „Ja, eitthvað í þá áttina." Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?" Ef vel tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verkfræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið - framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Mér fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfirleitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?" Þetta er ekki fyrirspurnin sem þú vilt heyra við afgreiðsluborð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja" og „óekki" til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. Einn samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu," sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?" „Já." „Og er þessi bók til prófs þar?" „Já, það held ég." „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?" „Ja, eitthvað í þá áttina." Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?" Ef vel tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verkfræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun