Woods orðaður við endurkomu í febrúar Ómar Þorgeirsson skrifar 5. febrúar 2010 14:30 Tiger Woods. Nordic photos/AFP Sögusagnir um að stjörnukylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golfvöllinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. Hinn 34 ára gamli Woods tilkynnti í lok síðasta árs að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi í óákveðinn tíma vegna fjölskylduvandamála sinna en þá var búið að vera sannkallað fjölmiðlafár útaf fregnum um ítrekuð framhjáhöld kappans. BBC fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Woods hafi í hyggju að taka þátt í WGC Match Play meistaramótinu í Arizona í Bandaríkjunum en golfsérfræðingurinn Iain Carter er þó ekki alveg sannfærður um að svo verði. „Ég hef heyrt um hugsanlega endurkomu Woods í febrúar frá mjög áreiðanlegum aðila en það myndi samt koma mér á óvart ef hann myndi taka þátt í mótinu," segir Carter í viðtali við BBC. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sögusagnir um að stjörnukylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golfvöllinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. Hinn 34 ára gamli Woods tilkynnti í lok síðasta árs að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi í óákveðinn tíma vegna fjölskylduvandamála sinna en þá var búið að vera sannkallað fjölmiðlafár útaf fregnum um ítrekuð framhjáhöld kappans. BBC fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Woods hafi í hyggju að taka þátt í WGC Match Play meistaramótinu í Arizona í Bandaríkjunum en golfsérfræðingurinn Iain Carter er þó ekki alveg sannfærður um að svo verði. „Ég hef heyrt um hugsanlega endurkomu Woods í febrúar frá mjög áreiðanlegum aðila en það myndi samt koma mér á óvart ef hann myndi taka þátt í mótinu," segir Carter í viðtali við BBC.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira